föstudagur, janúar 14, 2005

Ég held bara áfram í bullinu...

Þar sem systur mínar eru ekkert að koma til þá verð ég nú bara að halda áfram í ruglinu... Hanna mín ég veit að mublan var á sínum stað um helgina.. Þú hlýtur að hafa eitthvað slúður handa mér..

Svo er það hún Drífa mín, hún fer vonandi að komast í samband við umheiminn.. Þau eru að fara að fá sér internet.. Drífa er nú alltaf svo snögg að öllu þannig að þetta mun án efa ganga hratt fyrir sig..... einmitt.........

Dagný segist ekki vera heldur með internet... Samt getur Jóna skrifað inn á bloggið sitt nánast á hverjum degi... Já síðan okkar væri í utandeildinni án mín....

Annars ekki mikið að gerast hjá okkur.. Við erum búin að vera að baka í allt kvöld.. Ætlum að halda litla afmælisveislu fyrir Viktoríu á morgun..

Já svo má ekki gleyma bréfinu sem við fengum í póstinn í gær en þá var okkur tilkynnt að Viktor fengi ekki SU (námsstyrk frá danska ríkinu) þar sem honum vantaði einn mánuð upp á að vera búinn að vinna í tvö ár.. Ömurlegt, sérstaklega vegna þess að maður getur fengið SU ef að maður hefur unnið 18 0g hálfan tíma á viku í 2 ár.. Viktor er búinn að vinna 37 tíma á viku í 1 ár og 11 mánuði... Hann fór á skrifstofuna í dag og talaði við einhverja konu sem ætlaði að reyna að gera eitthvað i þessu fyrir hann.. Annars verðum við bara að láta fiffa einn launaseðil fyrir hann svo þetta reddist..

Jæja systur farið nú að láta í ykkur heyra...

Hrabba

Comments:
það fer að koma að þessu Hrabba mín...
Hanna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?