sunnudagur, janúar 23, 2005

Matthildur meistarakokkur með hráku í lófanum..

Já hún Matthildur mín sló í gegn í eldhúsinu í gær.. Við vorum fimm stelpurnar og eldaði hún fylltar kjúllabringur með pestó og feta, hrikalega gott.. Svo kom eftirrétturinn, oh my god, ég missti mig.. Við erum að tala um fullt eldfast mót af ávöxtum með fullt af bræddu súkkulaði yfir og ís með.. Þetta var GEÐVEIKT GOTT.. Matthildur mín þú færð 10+ fyrir kvöldið.. Takk kærlega fyrir mig elskan.. Svo þegar við vorum búnar að borða var ákveðið að taka í spil.. Við ákváðum að byrja í 70 mín spilinu og jesús minn hvað við hlógum mikið.. Þetta er snilldar partýspil.. Ógeðisdrykkurinn var Fishermannsstaup og svo var áskorunin bara snilld.. Byrjaði á því að við áttum allar að hrækja í lófann á Matthildi og átti hún að vera með hrákuna í eina umfer.. Svo þurfti Kolla að vera á nærbuxunum og Matthildur að sleikja gólfið (á meðan stóð Kolla á nærbuxunum að taka mynd.. Diljá var flengd af okkur öllum með bók og ýmislegt annað.. Vá hvað við hlógum mikið.. En það mikilvægasta var að ég vann og komst alveg ótrúlega auðveldlega frá þessu skemmtilega spili.. Við spiluðum svo líka nýja teiknispilið sem er mjög skemmtilegt en alveg róleg með orðin sem eru í erfitt-dálknum.. Fullt af orðum sem ég hef bara aldrei heyrt og orð sem maður myndi aldei segja.. Við enduðum svo í bænum á einhverju diskói en við gömlu konurnar (ég og Krissa) gáfumst fljótlega upp. Krissa er svo heppin að búa niðri í bæ en ég beið eftir leigubíl í tæpa tvo tíma. Ekkert smá hressandi... Sérstaklega þar sem tvær vinkonur mínar frá Holstebro voru búnar að tilkynna komu sína í morgunmat í morgun.. Hrabban skoðaði aðeins augnlokin í 4 tíma í nótt, spratt svo á fætur 9.30 og skellti í eitt kryddbrauð.. Ekkert smá dugleg..

Við spiluðum í gær á móti Randersog gerðum jafntefli.. Vorum 3 mörkum yfir þegar 5 mín voru eftir og náðum auðvitað að tapa þessu niður.. Ótrúlegt.. En jákvætt að við erum ekki búnar að tapa í fjórum leikjum í röð.. Og það mikilvægasta er að ég er loksins komin í byrjunarliðið, búin að henda ólympíumeistaranum á bekkinn.. Er samt ennþá bara hægra megin en ég á eftir að koma mér lengra til vinstri, það er klárt.. Eins gott að halda áfram að standa sig..

Ætla að halla mér aðeins.. Smá þreyta í Hröbbunni.. Helv..... leigubílar...

Comments:
Frábært kvøld:)

kv Matthildur
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?