föstudagur, janúar 28, 2005

Norska Kjellingin............úffffff

Já Hrabba ertu að grínast með Kjellinguna í Norska liðinu, jesús minn. Hann er kominn í guðatölu hjá mér núna, ekki nóg með að líta svona helvíti vel út þá heitir hann þessu magnaða nafni Kjelling....... bara flottur!
Annars allt það fína að frétta, er núna stödd hjá Alla, hann er að matreiða einhvern pastarétt og þetta lítur bara vel út hjá stráknum.
Það hefur lítið riðið á daga mína upp á síðkastið, töpuðum náttúrlega um síðustu helgi og svo fór ég til Gunnsa eftir það og átti góða helgi þar. Fór í afmælisveislu til Gumma Hrafnkels, þar var svaka stuð. Fullt af fullum íslenskum kerlingum sem náðu að sjokka þýskastálið....össss þeir áttu ekki til orð yfir ástandinu. En úr varð þessi fína veisla. Svo á sunnudeginum buðum við Gunnar fyrrum þjálfaranum í mat, kellan matreiddi Lunda með öllu tilheyrandi....... sjóðheit í eldhúsinu eins og sönnum sjókokki sæmir.
Framundan er helgafrí og erum við íslendingar í Weibern ásamt Sylvíu og Miriam að spá í að vippa okkur yfir til Luxemburg. Þar á að skoða sig aðeins um og pína kannski einum eða tveimur í sig um kveldið og svo verður fundin einhver ódýr gisting.
Jæja maturinn kallar
Kv. Daggan

Comments:
heyrðu Hrabba nenniru að láta tengilinn á síðuna hjá mér og Kelu heita Lísa og Rakel svo við séum ekki neðstar, því það er svo leiðinlegt þegar það er neðst því það lýtur þá út fyrir að við séum að falla í fyrstu deild og ekki lýst mér á það og ekki heldur henni másu þinni! Kv ´Lísa
 
http://www.dagbladet.no/sport/2005/01/17/420480.html

myndir af gripinum!!! :o

kv Matthildur
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?