fimmtudagur, janúar 13, 2005

Sigur og komnar úr fallsæti.....

Unnum botnliðið í dag með 9 mörkum... Mér gekk mjög vel í leiknum þannig að þetta ætti varla að geta verið betra..... EN........... Ég er brjáluð... Hef örugglega aldrei verið jafn mikið nálægt því að fara að grenja í miðjum handboltaleik... Ég hata ósanngirni og hún var að verstu gerð í kvöld.. Það segir nú margt að klukkan er að verða 03.00 og ég er glaðvakandi (pirruð).. Það reddaði kvöldinu að Krissa, Kolla og Guðrún systir Kollu voru á leiknum og komu svo yfir í heimsókn og voru hjá okkur frameftir miðnætti... Rosa gaman að tjatta við þær skvísur...

En svona til þess að fara aðeins yfir leikinn þá kem ég inná eftir 10 mín þegar allt er í rugli og við 4 mörkum undir... Ég auðvitað orðin frekar mikið þreytt að vera áhorfandi allt of oft þannig að ég þurfti ekki nema örfáar mínútur til að koma okkur inn í leikinn aftur, setti strax 3 í röð og átti stoðsendingu... Mér gekk sem sagt mjög vel og í hálfleik vorum við einu yfir.. Þá var ég komin með 4 mörk og tvær stoð (eins gott að vera með statistikina á hreinu). Jæja í hálfleik segir svo þjálfarinn að ég eigi að skipta útaf í sókn, sem sagt bara að spila vörn... Hélt ég myndi tapa mér, vildi helst taka brúsann minn og þrusa í andlitið á honum... Þetta á ekki að vera hægt.. En ég fékk sem sagt einhverjar 5 mínútur í seinni hálfleik í hægra bakki en ég var bara þar í fyrri hálfleik og jú 2 síðustu mínúturnar fékk ég svo að fara í mína stöðu... Jíbbí... En ég náði allavega að skila 7 mörkum úr 8 skotum + 4 stoð á tæpum hálftíma... Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað maður getur, það þarf alltaf að líma mig á þennan helv.... trébekk... Það verður fróðlegt að sjá hvað verður í næstu leikjum en með þessu áframhaldi fer nú heldur betur að styttast í óléttuna.. Get nú alveg eins eytt tímanum mínum í að verð feit... Þjálfarinn tæki nú örugglega ekki eftir því... Ég er sem sagt búin að ákveða það að ég ætla að vera egóisti dauðans það sem eftir lifir tímabils (eins og ég hafi ekki alltaf verið það haha...). En varð að deila þessu með ykkur... Ekkert smá ergjandi að vinna, standa sig vel en vera samt brjáluð... Ég er alveg að tapa mér yfir þessu... Þrátt fyrir þennan skítna spilatíma var ég samt valin maður leiksins og fékk gjafakort út að borða... Djö..... ætla ég að éta.... Og vá hvað Viktor á eftir að éta þjálfarann minn, eins gott fyrir þjálfarann að Viktor tók aldrei vélsagarnámskeiðið..............

Pirraða stelpan kveður að sinni... Er ekki að fara að sofa...............
Hrabba



Comments:
Thú stódst tig eins og hetja í gær og var ég svo sannarlega stolt ad tví ad kalla tig vínkonu mína
hahahahha:)

kv Matthildur
 
Erna mín við erum mikið búin að ræða þetta að nota "ég er ekki þreytt trixið".. Það er bara frekar erfitt þegar maður er tekin útaf í hálfleik.. Ég nota þetta næst þegar hann kallar á mig inn á völlinn...
 
Ég er rosa stolt af þér elskan mín...kom mér sko ekki á óvart að þú yrðir maður leiksins. Hvað þennan bév... þjálfara varðar, þá hélt ég nú ekki að hann þyrði að láta svona aftur, mér finnst það hafa gerst í gær að Viktor okkar lét hann heyra´ða þegar hann hélt þér á bekknum í heimaleik!
Ég sakna ykkar rosalega og hlakka til að sjá ykkur í febrúar.
Knús og kossar
 
Gleðilegt ár krakkar!
Mikið þarf nú lítið til að gleðja mann svona í janúarveikindum... Maður er bara í ÚRVALSDEILDINNI. Ekki veit ég mikið um íþróttir en ég veit að slík deild er mjööög smart;) Ég verð svo að fara að koma á leik fljótlega svo ég detti ekki út úr íþróttaandanum ahhahaha...
 
Biddu biddu..Markús í úrvalsdeild og ég í 1 deild???hvað er það?? þetta kalla ég ósanngirni og nú er ég alveg brjáluð....aaaaaaaaarrrrrg

eibba svarta
 
Eibba mín þú verður bara að taka á því... Þetta fór allt eftir fjölda blogga frá 1.des.... Það var brjáluð talning í gangi... Ánægð með keppnisskapið samt... Hef tröllatrú á þér... Knús knús
 
já nú verður tekið á því....
eibba
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?