fimmtudagur, janúar 06, 2005

Skaupið snilld...

Ætla að halda áfram að bulla aðeins þar sem ég get ekki sofnað... Ég hata að tapa og það er ekki hægt að sofna eftir tapleik... Ekki það að ég gæti gert eitthvað í málunum.. Spurning að fara bara ekkert útaf þegar ég skipti vörn - sókn..
Gleymdi að segja frá því að við horfðum á skaupið á mánudaginn og þvílík snilld.. Það besta í allavega 10 ár.. Frábært hvað margir léku sig sjálfa, Bo auðvitað bestur..

Svo verð ég nú að koma því að hvað ég er skrýtin.. Ég er nefninlega búin að vera veik þrisvar sinnum á fjórum mánuðum en ég hef aldrei verið mikið fyrir að veikjast.. Ég er búin að hugsa mikið um hvað ég hef verið að gera öðruvísi, hvað þetta gæti nú verið.. Og viti menn ég er búin að fatta það... Ég hef nefninlega aldrei verið jafn dugleg að taka vítamín.. Týpískt ég, það hefur allt öfuga virkningu á mig.. Ef ég set á mig andlitskrem (sérstaklega eitthvað dýrt) þá fæ ég pottþétt bólu/bólur... Þetta er ótrúlegt.. Og niðurstaðan => vítamín og andlitskrem eru verkfæri djöfulsins.............. Guð má vita hvað gerist ef ég hætti að borða sælgæti og breyti mataræðinu.. Þá verð ég örugglega 120 kg eða eitthvað verra...

Var að setja inn myndir frá gamlárs og afmælinu hennar Viktoríu.. Þið verðið að sjá nýja rúmið hennar sem hún fékk frá ömmunum sínum og öfum... Skoða hér...

Jæja ætti nú allavega að reyna að sofna....
Hrabba

P.S Halló tvíbbar.. Kom ind i kampen.. Þið farið að slá Guðrúnu Drífu við í bloggletini.. Og svo ég komi því nú á framfæri þá er ég að spá í að skipta niður linkunum hér til hliðar og hafa sérdálk fyrir góða bloggara (Dæmi:Harpa, Bjarney) og svo annan fyrir lélega bloggara (Dæmi: GUÐRÚN DRÍFA og HELGA TORFA)...

Comments:
Sælar !!
Gleðilegt árið og takk fyrir gömlu. Til lukku með prinsessuna og frekar flott rúm. Ánægð með hana hvað hún er búin að standa þig á dollunni.
 
Gleðilegt ár elskan og til hamingju með sætustu.

Kveðja Harpa, Björgvin og Thelma
 
hrabba, varst það ekki þú sem hélst því statt og stöðugt fram að ef að þú bærir á þig sólarvörn að þú myndir brenna?? kellan bar svo ekki á sig sólarvörn og búmm, hvað gerist, skaðbrannst.

Hafdís
 
He he... Ég notaði sólarvörn frá 15 - 20 út í Tyrklandi í sumar.. Lærði smá eftir ferðina góðu..
 
Mér líst vel á deildaskiptinguna! Þá fæ ég að vera í úrvalsdeild í einhverju!!;oD
BTW, til hamingju með prinsessuna;o*
Kv.Bjarney
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?