mánudagur, janúar 10, 2005

Sorry Alli!!!!

Jæja þá er kellan komin til Þýskalands eftir fínt frí heima á klakanum. Mín hafði það bara helv... fínt um áramótin, fór á áramóta- og nýársball í Höllinni í eyjum.... og það klikkaði að sjálfsögðu ekki.

En já eins og Hrabba tók fram þá tókst mér að tapa mér aðeins í fluginu á leiðinni út. Úfffff.... stemmningin var ekkert sjúkleg á leiðinni út til Þýskalands þar sem sumum fannst ekkert spes að vera að yfirgefa landið góða. Við flugum semsagt öll fjögur saman, ég, Jóna, Solla og Alli. Á leiðinni frá Köben til Frankfurt þá voru þau öll sofandi nema ég svo mín ákvað að gera svolítið prakkarastrik...... hí hí það leynist víst lítill Ross í minni eftir að hafa séð alla þessa Friends þætti. Jú jú haldiði að mín hafi bara ekki tekið upp rauðan varalit úr töskunni minni ( veit ekki hvað hann var að gera þar, mín er ekki mikið í þeim rauða þessa dagana, en allavega)og ég fór að teikna þennan fínan broskarl á skallann hans Alla, meira að segja broskarl með hárum.....ég hélt að ég myndi tapa mér, þarna sat ég fyrir aftan Alla og með Sollu mér við hlið en þau voru öll sofandi eins og ég sagði áðan og ég hló svo mikið af minni eigin fyndni að ég hélt að ég myndi pissa í buxur.
En svo leið auðvitað að því að vélin lenti og karlinn með broskarlinn á skallanum vaknaði.......ég hélt auðvitað bara áfram að hlægja og stelpurnar með ( þær höfðu að sjálfsögðu tekið eftir þessu) við píndum hann aðeins meira og létum hann ekki vita fyrir en nokkru síðar. Vá ég veit, þetta var ekki fallega gert. Alli þú átt inn hjá mér eitthvað fallegt....... ég greiði alltaf fyrir skuldir mínar:)

Annars er mín bara hress þessa dagana. Ég er núna stödd hjá Gunnari en hann kom út í gær. Fyrsta æfing hjá honum er í kvöld, verður forvitanlegt að sjá því það er víst búið að reka þjálfarann hans og nýr tekinn við. Ekki alveg nógu gott, þar sem við kunnum svo vel við fyrrum þjálfarann.....okkur fannst hann frekar nettur. En svona er boltinn.

Fyrsti leikur hjá okkur Weibern-ingum er ekki fyrir en þann 19 Jan. En það er reyndar æfingarleikur við Trier á Miðvikudaginn, en þær eru einmitt efstar á töflunni eins og er.

Ég hef þetta gott í bili
Kveðja Dagný Geller.

Comments:
Þetta var hrikalegt ég meig næstum á mig úr hlátri og Alli greyið helvíti sáttur vissi ekkert af hverju við vorum að hlægja 2-0 fyrir Dagfríði
kveðja Johnny
 
Shit Dagný! Þú ert bara snilld!!! Ég hefði ábyggilega látið gossa í brækurnar ef ég hefði séð þetta! hahaha;o)
Kv.Bjarney
 
bwhahahahah.....góð dagný mín!!:)þessu gríni verður stolið við tækifæri...það skal ég sko með sönnum segja
Þjóðólfur
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?