fimmtudagur, janúar 20, 2005

Útlitið svart hjá fjölskyldunni...

Já útlitið er ekki bjart hjá okkur fjölskyldunni.. Viktor er ekki ennþá búinn að fá SU sem að hann á að fá en einhvern vegin tekst þessum dönum að klúðra öllu fyrir honum/okkur.. Ég missi svo vinnuna mína 1.feb og er ekki komin með neitt nýtt þannig að það lítur út fyrir að annað hvort okkar þarf að fara út á horn að þéna... Spurning hvort okkar gæti þénað meira??? Við getum bara reynt að gera gott úr þessu og breytt þessu í keppni, hvort okkar nær að þéna meira á einu kvöldi...

Ég er farin að hlakka til helgarinnar.. Eigum að spila á laugardaginn á móti Randers heima og svo á laugardagskvöldið er Matthildur búin að bjóða heim í stelpukvöld.. Þessi elska ætlar að elda handa okkur og svo ætlum við að spila og gera eitthvað skemmtilegt.. Kolla skvísa ætlar að koma með mér.. Aldrei að vita nema við slysumst niður í bæ.. Ég er búin að fá útivistarleyfi og hann Viktor minn ætlar bara að vera heima að passa... Hann er svo vel upp alinn hjá mér...

Dagný spilaði í gær á móti Leipzig sem er rosa gott lið og töpuðu þær leiknum með einhverjum 6 mörkum.. Veit ekkert hvernig systa stóð sig en hún hefur eflaust staðið sig vel þessi elska...

Og svona til að láta ykkur vita þá er ekki enn búið að panta pláss hérna hjá okkur fyrstu helgina í febrúar.. Við hjónin endum bara á því að fara tvö á erótísku stórsýninguna.. Hef nú samt trú á því að það þurfi ekki að plata Matthildi og Stulla með okkur.. Þau eru eflaust búin að kaupa miða í forsölu... En það er sem sagt ennþá laust pláss í villunni okkar...

Jæja verð að halda áfram í fótabaðinu mínu.. Haldiði að Rebekka systir hafi ekki splæst á sig fótanuddtæki og náði svo ekki að taka það með sér heim þannig að það er í pössun hjá okkur... Mjög eðlileg kaup Rebekka Rut Skúladóttir....

Kveð í bili...
Hrabba (hver önnur)....

Comments:
Vid munum tjalda fyrir utan midasøluna thad er bókad mál;)

kv Matthildur og Stulli
 
P.S vid verdum med bás

M&S
 
Ánægð með þig Matthildur mín.. Básinn ykkar á vonandi eftir að trekkja að gesti til mín.. hehe... Þið eruð snillingar.. Þú þarft nú ekki að tjalda fyrir utan, gistir bara hjá mér....
 
Er kallinn ekki búinn að vera eitthvað heimavinnandi,sjá um heimilið og barnið og svoleiðis? Daninn tekur það gott og gilt sem vinnu!!! Allavegana eru nokkrir sem ég þekki hérna í Köben sem eru búnnir að fá tíma upp í SU með því að segja að þeir hafa verið heima!!! Annars er það bara útlegð á Istedgade, alltaf hægt að fá einhvern skildinginn þar!!! :o)

kv. -daninn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?