miðvikudagur, janúar 05, 2005

Viktoría orðin 4 ára...

Já litla Dísin mín bara að eldast og ég með.. Hélt að ég gæti nú treyst á systur mínar að henda inn nokkrum línum en nei nei... Ég hafði engan tíma í dag þar sem ég vaknaði eldsnemma til að undirbúa komu leikskólans hingað í kotið.. Deildin hennar Viktoríu mætti svo í afmæli kl.10 og það var auðvitað mikið fjör.. Kl.14 var svo mæting í rútu og lagt af stað til Esbjerg þar sem við spiluðum leik kl.19.30.. Einhver rosa undirbúningur sem er bara leiðinlegt því þegar uppi er staðið er bara endalaust verið að bíða.. Þessi leikur er bara til að grenja yfir.. Leiðum allan leikinn.. 24-19 þegar 11 mín eru eftir en þá fáum við 3 brottvísanir í röð.. 26-24 fyrir okkur þegar um 5 eru eftir en þá skora þær 4 síðustu og unnu með tveimur.. ARG hvað þetta er pirrandi.. Ég spilaði vörn mest allan tímann en ekki nema nokkrar mínútur í sókn.. Tókst að skora 3 og fiska víti.. Gamla kempan í minni stöðu átti enn einn hörmungaleikinn og fór svo endanlega með hann í restina þegar hún klikkar á þremur síðustu færunum.. Þetta er bara að verða fyndið, nú er hún búin að spila 8 leiki og skora í þeim 19 mörk... Þetta er auðvitað ekki hægt.. Á laugardaginn förum við svo til Austurríkis að spila evrópuleik.. Vonandi að það gangi betur og að ég fái meiri spilatíma...

Læt þetta duga..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?