þriðjudagur, janúar 11, 2005
Yndislegir tengdaforeldrar...
Já ég á alveg yndislega tengdaforeldra.. Það er ekki nóg með að þau séu búin að bjóða okkur út í sumar, þau eru búin að panta ferð og það er ekkert verið að spara.. Við stórfjölskyldan erum á leiðinni til Lanzarote á 5 stjörnu hótel, takk fyrir..... Þetta er rosalegt hótel og það eru ekki herbergi heldur svítur.. Ég á ekkert eftir að koma tilbaka... Uss þetta er rosalegt... Þið sem viljið öfunda mig getið kíkt á paradísina hér.. Vá hvað ég er farin að hlakka til..
Á morgun eigum við svo leik á móti botnliðinu TMS.. Við verðum einfaldlega að vinna, annars erum við komin í slæm mál.. Með sigri komum við okkur úr fallsætinu.. Svo á sunnudaginn eigum við svo seinni leikinn í evrópukeppninni... þjálfarinn kallaði mig á fund á laugardaginn og sagði mér að ég kæmi til með að spila miklu meira í komandi leikjum.. Loksins steig hann í vitið hehe.. Eins gott að hann standi við þetta karlinn...
Við erum búin að panta flugmiða heim í sumar.. Komum heim 30.júní og förum út aftur 27.júlí.. Við verðum í paradísinni 12-26.júlí... Þetta á eftir að verða hið fínasta sumar...
Bubbinn minn hann Viktor er að standa sig eins og hetja í skólanum.. Er búinn að þrauka heila tvo daga þannig að þetta lítur bara vel út.... Það styttist í einbýlishúsið mitt með hverjum deginum...
Kveð í bili..
Hrabba
Á morgun eigum við svo leik á móti botnliðinu TMS.. Við verðum einfaldlega að vinna, annars erum við komin í slæm mál.. Með sigri komum við okkur úr fallsætinu.. Svo á sunnudaginn eigum við svo seinni leikinn í evrópukeppninni... þjálfarinn kallaði mig á fund á laugardaginn og sagði mér að ég kæmi til með að spila miklu meira í komandi leikjum.. Loksins steig hann í vitið hehe.. Eins gott að hann standi við þetta karlinn...
Við erum búin að panta flugmiða heim í sumar.. Komum heim 30.júní og förum út aftur 27.júlí.. Við verðum í paradísinni 12-26.júlí... Þetta á eftir að verða hið fínasta sumar...
Bubbinn minn hann Viktor er að standa sig eins og hetja í skólanum.. Er búinn að þrauka heila tvo daga þannig að þetta lítur bara vel út.... Það styttist í einbýlishúsið mitt með hverjum deginum...
Kveð í bili..
Hrabba
Comments:
<< Home
Eins gott að þjálfi standi við stóru orðin!!! Stattu þig stelpa... hlakka til að koma og klappa þegar skyttan neglir nokkrum inn. Go Habba! Knús, Krissa
Skrifa ummæli
<< Home