föstudagur, febrúar 11, 2005

Allt að verða vitlaust..

Já ég hef aldrei fengið svona mörg comment.. Keppnisskapið alveg að fara með fólk.. Ég vil benda enn og aftur á að kvartanir berist til Eivorar..

Annars er nú ekki mikið að frétta.. Læstist alveg hrikalega í bakinu í nótt og öskraði á Viktor að hjálpa mér.. Hann greyið vissi auðvitað ekkert hvað hann gæti gert enda gat hann ekki gert neitt.. Ég er svo alveg búin að vera ónýt í dag.. Þetta er auðvitað ekki hægt.. Aldurinn farin að segja til sín.. Ussssssssssss...

Ég var að ráfa um á bloggsíðum áðan og var að skoða síðuna hennar Hörpu Mel en hún var með nokkur skemmtileg mismæli.. Mér finnst alltaf svo gaman af svona snilldarmismælum.. T.d í sambandi við texta, vá hvað það er til margt sniðugt.. Harpa var einmitt með á sinni síðu: manninn sem hringdi á útvarpsstöð og bað um óskalag, Komdu Hilmar.... Hann meinti Konur ilma....
Annað sniðugt:
-> Svo dó maðurinn => Sódóma.. Sjáiði gæjann fyrir ykkur á balli að tapa sér í viðlaginu..
-> Það er Abraham og hans vinir og hans vinir það er Abraham.. Ein sem er mjög tengd mér að kenna Viktoríu dóttur minni Faðir Abraham..
-> Allir þekkja nú "It's a fire downtown".... =>Final countdown.
-> Haukanína og aukalína => Hei Kanína

Ég er ekki alveg að muna mikið þegar ég er að skrifa þetta niður.. Þið megið endilega senda á mig mail með einhverju svona sniðugu... Love it...

Við systurnar látum nú heyra í okkur yfir helgina.. Daggan lendir 11.10 á morgun..
Hrabba

Comments:
Það var svo einn sem söng: Svo kom hann = Sódóma!
Góðir punktar! Alltaf gaman af svona rugli!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?