fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Blog central ekki að gera gott mót..

Já Eibban er að gera sig klára í næstu talningu en það er nú smá vandamál hjá skvísunni. Það er ekki hægt að telja tilbaka á blog Central síðunum, alla vega ekki öllum þannig að það getur kostað einhverja efstu sætin í úrvalsdeildinni.. Þið verðið að redda þessu ágætu blog central bloggarar..

Ég var á starfsfundi áðan og vá hvað það var bara ekkert skemmtilegt.. Allir að fara yfir um á stressi og eru núna 2 í veikindafríi útaf stressi.. Spurning um að velja sér bara eitthvað annað starf (þ.e.a.s. stressliðið ekki ég)..

Viktoría fór í morgun til læknis og lét fjarlægja sauminn.. Hún er að ná fyrra fríðleikaformi.. Hún er auðvitað bara æði.. Keypti sér prumpublöðru í gær (hver man ekki eftir þeim) og vá hvað henni finnst þetta fyndið... Þangað til í dag en þá sprengdi hún prumpublöðruna og var henni ekki skemmt.. Ég aftur á móti sprakk úr hlátri og hún ekki sátt við múttuna.. Ég er búin að lofa henni nýrri....

Matta mín ég fór í dag og keypti nýtt spil.. Bíð spennt eftir að fá þig í heimsókn..

Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
Bjarney er svo keppnis að hún sendi mér meil og Davíð er búinn að redda sínu svo þá eru lísa og rakel eftir og edda garðars eftir...Hrabba þú tékkar kannski á þeim, þ.e. ef þær hafa áhuga á keppninni ;)

teljarinn mikli
 
Djö.... er kellan að standa sig..
 
Nýtt spil!!! Hljómar eins og fegursta tónlist í mín eyru...ég kem um hæl!
Matta
 
hvernig á að redda þessu,´við erum búnar að vera duglegar að blogga og erum vongóðar um að hækka okkur upp, það eru miklar framfarir í 0kkar skrifum, hvernig er hægt að laga þetta!
KV Lisa
 
Lísa mín ég kann ekkert á þessa síðu ykkar en ég get bent þér á að skrifa póst til Davíðs Ólafs hann reddaði þessu med det samme..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?