fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Danirnir að drepa okkur.. Allt í klessu..
Já það er ekki mikið líf og fjör á okkur fjölskyldunni í dag.. Eftir 3ja vikna bið fengum við loksins svar frá SU sem var neikvætt og við auðvitað brjáluð.. Á þriðjudaginn kallaði bossinn minn mig inn á skrifstofu og var mjög leiður.. Hann tilkynnti mér það að hann gæti ekki ráðið mig sem pædagog þar sem ég er lærður kennari vegna þess að það eru svo margir pædagogar atvinnulausir.. Hann fékk sent eitthvað bréf frá pædagoga-yfirvaldinu sem sagði að ég mætti ekki vera pædagog annars myndu þeir gera allt vitlaust.. Þetta þýðir um 400 kr minna í tímakaup.. Frábært... Það fer að styttast í að ég sleppi bombu einhvers staðar.. Vá hvað ég er að tapa mér yfir þessu...
Svo til að gera allt miklu skemmtilegra þá sló ég metið mitt í að tapa stórt í gær.. Hef aldrei séð neitt jafn hrikalegt sem tengist handbolta og ég hef örugglega aldrei verið jafn mikið farin í einum handboltaleik.. Jesús minn... Þetta er ekki alveg til að bæta upp stemninguna í kringum mig.. En botninum er náð og nú þarf ekki bara að æfa síðustu 10 mínúturnar heldur allar 60.. Það eru erfiðar æfingar framundan.. Ég fer svo til Króatíu í nótt og kem ekki heim fyrr en seint á sunnudagskvöld.. Gaman gaman.. Það er eins gott að systur mínar verði duglegar að skrifa um helgina..
Best að fara að pakka niður...
Hrabba..
Svo til að gera allt miklu skemmtilegra þá sló ég metið mitt í að tapa stórt í gær.. Hef aldrei séð neitt jafn hrikalegt sem tengist handbolta og ég hef örugglega aldrei verið jafn mikið farin í einum handboltaleik.. Jesús minn... Þetta er ekki alveg til að bæta upp stemninguna í kringum mig.. En botninum er náð og nú þarf ekki bara að æfa síðustu 10 mínúturnar heldur allar 60.. Það eru erfiðar æfingar framundan.. Ég fer svo til Króatíu í nótt og kem ekki heim fyrr en seint á sunnudagskvöld.. Gaman gaman.. Það er eins gott að systur mínar verði duglegar að skrifa um helgina..
Best að fara að pakka niður...
Hrabba..
Comments:
<< Home
usss þetta er nú meira ástandið á kellingunni :( Gangi þér nú samt rosalega vel Króatíu en ef allt fer í steik þá geturu alltaf komið til okkar hérna í Dussel...fórna meira að segja 15 fyrir þig :)
Usss... En leitt að heyra :-( Vona að þið fáið einhverja himneska gleði- og lukkusprengju yfir ykkur bráðum því nú hafa Baunirnar gengið of langt. Þetta er of mikið. Bið fyrir góðu gengi í Króatíu. Knús, Krissa.
Skrifa ummæli
<< Home