sunnudagur, febrúar 06, 2005

Það er komið á hreint..... Viktor talar meira...

Já Hrabban heldur betur kát núna.. Við hjónin erum búin að ræða þetta oft og höfum aldrei verið sammála þar sem ég hef alltaf sagt að hann tali meira en hann hefur haldið því fram að ég tali meira (ótrúlegt en satt).. Við vorum svo í mat hjá Robba og Svölu í kvöld þegar ég ákvað nú að testa mannskapinn og spurði þau hvort okkar talaði meira... Já takk fyrir, engin sagði Hrabba... Haha ég vann.... Og viktor gat ekkert sagt..

Annars var rosa fínt í matarboðinu og Svala töfraði fram þessar fínu kræsingar sem allir voru voða kátir með.. Sveilin klikkar auðvitað ekki.. Kærar þakkir fyrir okkur Svala mín.. Þetta var rosa fínt kvöld og ásamt okkur voru þarna einnig Matthildur, Stulli, Matta, Raggi og síðast en ekki síst vinur Ragga sem hafði komið í óvænta heimsókn.. Það var svo bara engin annar en Róbert Hjálmtýsson skólabróðir minn úr Breiðholtsskóla.. Frábært að hitta hann og er hann bara skondinn strákur.. Hann keypti bara one way þannig að hann veit ekkert hvenær hann fer heim aftur.. Ég sagði honum að hann gæti nú alltaf tekið nokkrar pössunarvaktir hjá mér og leist honum bara vel á.. Það var mjög gaman að rifja upp nokkrar skemmtilegar sögur úr Breiðholtinu.. Kom mér bara mest á óvart hvað margar þeirra voru "brjálaðar".. Ég á nú bara til góðar sögur úr Breiðholtinu..

Á morgun er svo Fastelavn sem er öskudagur og bolludagur.. Viktoría verður auðvitað Lína Langsokkur en ekki hvað.... Ég ætla svo að ráðast í bollubakstur á morgun..

Jæja verð að fara að lúlla.. Mánudagur á morgun sem þýðir........ MÆTING 7.00 í vinnuna... Hrabban verður eldhress...........

P.S Systur ég óska eftir smá hjálp... Er byrjuð að vinna eins og GEÐSJÚKLINGUR...

Comments:
Já ég varð að láta í minni pokan þarna (vissi það svosem, þó að ég væri ekkert að viðurkenna það). Ég talaði við einn vin minn í gær sem sagði það eftir að hafa lesið þetta að þetta væri engin spurning ég er með öllu fleiri orð að meðaltali á mínútu og væri sigurvegari þarna. En ef að vð værum desibil mæld væri Hrabba sigurvegari. Semsagt Hrabba er háværari, því eru örugglega flestir sammála (pabbi er ekki með atkvæðisrétt í þessu máli).
Kveðja Viktor Hóm
 
Ég ætla víst að tjá mig um þetta. Það má vel vera að þú hafir raddstyrkinn frá mér, en málæðið hefurðu frá henni móður þinni.

Pabbi
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?