sunnudagur, febrúar 27, 2005

Íslendingar stígið í vitið...

Vá hvað við erum geðveik þjóð.. Eruð þið ekkert að grínast með húsa- og íbúðarverð.. Af hverju í andskotanum tekur fólk sig ekki saman og hættir að kaupa eignir svo að þessi geðveiki stoppi.. Ég var að tala við múttu áðan og hún var að segja mér að Ósabakkinn (gamla raðhúsið okkar) væri til sölu.. Við seldum 1999 á 12,8, haldiði að það sé ekki sett rúmar 33 milljónir á eignina í dag.. Vá hvað fólk getur verið vangefið að taka þátt í þessu.. Er fólk virkilega svo vitlaust að halda að það geti grætt á þessu.. Ég er búin að ákveða að ég ætla bara að kaupa mér hús á uppboði hjá einhverjum banka eftir nokkur ár þegar allir vitleysingjarnir eru farnir á hausinn á bankinn situr uppi með endalaust af eignum.. Eitthvað hlýtur allavega að gerast, þetta getur ekki haldið áfram svona.. Annars enda ég bara á því að kaupa mér hús hérna í Danaveldi eða þá bara í Bolungarvík... EINMITT..

Gleymdi svo að segja frá mjög skemmtilegu viðtali við mig sem var í blaði sem var gefið út fyrir Slagelse leikinn.. Ég var nefninlega spurð að því hvort að ég þekkti marga Íslendinga í Århus og ég sagðist nú þekkja nokkuð marga, það væru margir sem væru í skóla hérna og svo værum við líka í sambandi við handboltaliðið hérna eins og Stulla og Robba.. Heyriði í viðtalinu þá segir blaðamaðurinn frá því að mikið sé rætt um handbolta á heimilinu þar sem Robbi væri tíður gestur á heimilinu.. Já þar hefurðu það Svala mín.. Nú veistu hvar hann er alltaf;-).. Robbi er auðvitað orðin svo stór kall hérna að þeim fannst þetta eitthvað flott að hafa hann þarna með.. Robbi hefur nú bara verið hérna einu sinni.. Robbi minn þú verður nú að fara að koma oftar svo þetta líti ekki illa út fyrir mig...

Kellan annars pínu þreytt, átti morgunvakt í morgun og Dísin vaknaði kl.8.. Alltof snemmt svona á sunnudagsmorgni..

Later
Hrabba

Comments:
djøfullinn...tad hlaut ad vera...!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?