laugardagur, febrúar 12, 2005

Snestorm i Danmark..

Já Daninn er alveg stórkostlegur.. SNESTORM kalla þeir snjókomu.. Aðeins of stórt orð finnst mér.. Ég sé alltaf fyrir mér vitlaust veður.. Var að tala við hana Kobbu mína í Köben en hún var að vinna.. Haldiði að hún fái ekki sennilega hótelherbergi í nótt svo að hún komist nú örugglega í vinnuna á morgun líka.. Við erum að tala um svona mini-medium snjókomu hérna.. Þetta er auðvitað geggjað fólk.. Finnst líka alltaf jafn frábært þegar þeir eru að gera grín af okkur Íslendingum því að við höfum "engin" tré á Íslandi.. Það er auðvitað allt morandi í trjáum hérna. Það var svo auðvitað bara snilld um daginn þegar vonda veðrið kom og öll tréin hrundu niður eins og domino-kubbar.. Já hver hló þá.... hahahaha... Geta ekki einu sinni plantað þessu drasli almennilega.. Og vá gæti mér verið minna sama að hafa ekki tré á Íslandi.. Hvað á ég að gera við tré?????? Ekki nóg með að geta ekki plantað trjám þá geta þeir ekki byggt almennileg hús því að þeir eru alltaf að spara svo mikið.. Svo kemur smá rok og þá fljúga þakplöturnar af húsinu... Þetta eru auðvitað bara "snillingar" sem reykja ofan í allt og alla..

Dagný er rétt ókomin í hús en Viktoría hringdi áðan í skýjunum og sagði mér að Naný hafði verið leyndarmálið en hún vissi ekki að hún væri að koma... Fór bara í bítúr með pabba sínum og vissi að hennar beið eitthvað leyndó.. Var ekkert smá sátt skvísan..

Á morgun eigum við svo að spila í 8-liða úrslitum í evrópukepninni.. Við mætum króatísku liði sem er víst mjög gott.. Þetta verður spennandi.. Stulli og Robbi eiga svo að spila beint á eftir okkur þannig að það verðu fjör í höllinni..

Jæja eigum við ekki að segja þetta gott í bili.. Búin að drulla nóg yfir Danann..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?