þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Sorry hvað ég er búin að vera leiðinleg..

Já það er allt búið að vera á móti okkur fjölskyldunni undanfarið og ég var alveg að tapa gleðinni.. Nú geta bara tekið við betri tímar.. Eða... Handboltinn er reyndar ekki að gera gott mót.. Það getur bara meira en vel verið að við munum flytja aftur á næsta ári... Spurning bara hvert??? Er ekki alveg að nenna að standa í svoleiðis veseni en svona er lífið.. Við eigum þó enn möguleika á að bjarga okkur en útlitið er ekkert rosalega bjart.. Þurfum að treysta líka svolítið á hagstæð úrslit hjá öðrum liðum..

Í gær var hresst aðeins upp á hópinn með liðakeppni þar sem m.a var keppt í hockey og curling.. Ég er aldeilis búin að finna mína grein... Var hrikalega góð í curling.. Spiluðum reyndar bara á teppi.. Er að spá í að fara í alvöru curling vantar bara einhverja góða á kústana.. Því það er alveg ljóst að ég kasta.. Spurning um að stefna á OL í curling.. Ekki svo galin hugmynd..

Bloggkeppnin mín er að gera svakalega hluti.. Fólk er gjörsamlega að tapa sér í skrifunum.. Ég hef ekki lengur undan að rúnta allan blogghringinn lengur.. Þarf að taka þetta í hollum.. Eins gott að fólk haldi áfram.. Það fer svo að styttast í næstu talningu.. Það verður gaman að sjá niðurstöðurnar.. Verð að segja að þetta er ein sú besta hugmynd sem ég hef fengið lengi.. Ekki það að ég er nú ótrúlega sniðug stelpa..

Ætla að taka smá lúr...
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?