miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Veit ekki hvað skal segja....

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég er orðin alveg freðin í hausnum og var það nú alveg nógu slæmt fyrir.. Við spiluðum í kvöld á móti Ikast sem eru búnar að vera rosalega vel spilandi undanfarið.. Þær eru m.a. að rústa riðlinum sínum í CL. Við vorum að spila mjög vel stóran part af leiknum og vorum 3 mörkum undir þegar um 20 mín voru eftir.. En eins og oft áður þá enduðum við illa og töpuðum með 10.. Góði hornamaðurinn (sú eina sem getur e-ð) var meidd og var því ekki með.. Hinar voru hrikalegar.. Við hefðum alveg eins geta haft bara keilur í hornunum.. Þær brenndu endalaust af dauðafærum.. En svona er þetta..

Vinnan gengur bara fínt.. Svolítið margir tímar og hnakkurinn á hjólinu ekki alveg að gera sig.. Ég þarf að bólstra afturendann aðeins betur svo ég lifi af þessar 6 mínútur sem ég eyði á hjólinu á dag.. En það verður allavega gaman að fá launaseðil um mánaðarmótin...

Það eru svo bara 3 dagar í að Dagný syst mæti á svæðið.. Það verðu nú gaman að fá Dögguna á svæðið.. Það verður alveg örugglega étið nóg á þessum 3 dögum sem hún verður hérna..

Jæja er farin í beddann....
Hrabba

Og enn og aftur; SYSTUR ÉG ÓSKA EFTIR SMÁ HJÁLP Í SKRIFUNUM..............

Comments:
Já thetta er rooosalegt med hnakka draslid á hjólinu. En thad venst. Fyrstu dagarnir labbar mar eins og útridin hæna!!!! ekki smart... nei!! ég er ad tala um ad ég var marin á milli lappana... not kidding.. no mam!!

mmm Matilda komin adeins yfir strikid.. rærær..

kv. Matta(hildur) a.k.a miss mouse!!
 
Jæja Hrabba mín deildin er komin á fullt og nú þarftu bara að setja þetta inn hjá þér svo fólk geti fylgst með...spurning hvort þið systur fari ekki i baráttuna líka???
eibba keppnissjúka
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?