föstudagur, mars 18, 2005

Páskafrí!!!!!!! OG KVIKMYNDAGETRAUN..

Já það er mikil hamingja á heimilinu.. Við erum öll komin í páskafrí sem þýðir að við eigum ekki að mæta í vinnu, skóla, leikskóla fyrr en á þriðjudaginn eftir páska.. Nú þurfa feðginin bara að fara að rífa sig upp úr veikindunum svo að við getum farið að gera eitthvað skemmtilegt.. Legoland opnar um helgina og er stefnt á að fara þangað á mánudag eða þriðjudag..

Feðginin hresstu svo heldur betur upp á mig í dag en ég er búin að vera grenjandi í tvo daga yfir að geta ekki séð dóttur mína í Sirkus.. Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag voru þau búin að gera Sirkus inn í stofu og tók Viktoría línudans fyrir múttuna sína við mikin fögnuð að sjáfsögðu.. Svo toppaði hún allt með aðalatriðinu en í því notaði hún regnhíf til að skjóta einum áhorfandanum (sem var bangsinn hennar, Bassi) upp í sófa.. ROSALEGT... Og ótrúegt en satt þá fann hún upp á þessu snilldaratriði sjálf..

Svo er það kvikmyndagetraunin:

"THINK WHITE, GET SERIOUS..."

Spurt er um mynd, hver sagði og við hvern? Aukastig ef þið getið sagt nánar frá atriðinu...

Gangi ykkur vel...
Hrabba

Comments:
Neibb.. Mun merkari mynd sem spurt er um..
 
Hehe.. Nei því miður.. Kem með fleiri vísbendingar á morgun ef engin verður búin/n að geta þetta..
 
Nei því miður strákar mínir.. Fyrsta vísbending: Myndin vann til óskarsverðauna...
 
Hvað er í gangi.. .. maður er búinn að svara þessu í næstu skrifum.. .. :o) æsingurinn alveg að drepa mann..en svona var svarið.. .. ..
Loksins komstu með einhverja erlenda og góða.. .. besta mynd í heimi.. .. "As good as it gets" Jack Nicholson öðru nafni Melvin Udall segir þetta við Cuba Gooding Jr öðru nafni Frank.. þegar Frank spyr hann "getur þú keyrt hann" (þ.e.a.s. Simon til foreldra sinna) þá svarar kóngurinn "think white and get serious :o) Aukastig.. .. þetta gerðist á veitingastaðnum þar sem Carol var að vinna (Helen Hunt).. .. Simon þurfti að fara til foreldra sinna að fá lánaða peninga (var stórslasaður eftir líkamsárás) og Frank vildi lána Melvin blæjubílinn sinn til þess hann gæti keyrt Simon.. .. damn góð mynd - kv.B.
Kv.
Bryn
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?