miðvikudagur, mars 16, 2005

Staðan í dag og kvikmyndagetraun

Viktorinn minn er fársjúkur hérna heima með háan hita (ég get svo svarið það að ég gæti spælt egg á honum).. Viktoría var síðan orðin mjög slöpp áðan, vona að hún verði ekki eins og pabbi sinn.. Þá missir hún líka af Sirkusnum og það verður nú bara jafn erfitt fyrir mig því ég er búin að hlakka svo mikið til..

Svo er það hann Orrinn okkar en hann er komin í heim okkar bloggara og segist ætla að gera góða hluti í bloggkeppninni.. Endilega kíkið á kauða hér..

Kvikmyndagetraunin:
KOMDU MEÐ BLAÐIÐ OG SJÁUM SVO TIL HVORT ÉG KAUPI EKKI AF ÞÉR SVONA 15 KRÓNUR..

Úr hvaða mynd er þessi setning og hver sagði hana??


Staðan í kvikmyndagetrauninni:
Einar 3
Orri 3
Teddi 2
Himmi 1
Matthildur 1
Stína 1
Páll Vilhjálms 1

Later
Hrabba

Comments:
Mitt gisk er Löggulíf og Eggert Þorleifsson (Þór) sagði þessa stetningu :)
Himmi
 
Mitt gisk er Löggulíf og Eggert Þorleifsson (Þór) sagði þessa stetningu :)
Himmi
 
Góður.. Himminn bara að sækja í sig veðrið... Það styttist á toppinn..
 
Ég vissi þetta nú líka... til að reyna vinna mér inn extra stig þá var strákurinn með blaðið í bláum íþróttajakka. Það var stelpa mep honum með plástur á hökunni og Eggert sprautaði á krakkana með vatnsbyssu :-) Svo kom einhver kelling og skaraðist inn í leikinn.
Stína
 
Því miður get ég ekki gefið stig fyrir þetta. Held ég eigi eftir að enda í vandræðum ef ég gef þér stig. En takk fyrir skemmtilegar upplýsingar.. P.s VILT ÞÚ PULSU??
Kveðja Viktor
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?