laugardagur, mars 19, 2005

Steikt lið hérna....

Vá hvað liðið hérna getur verið steikt.. Vorum að spila bikarleik áðan á móti Koding og þvílíka fjörið.. Einmitt... Við erum að tala um að bikarkeppnin skiptir engu máli og var leikurinn ekki einu sinni auglýstur.. Það voru nánast engir áhorfendur þannig að það bergmálaði þarna inni (ekki skrýtið þar sem engin vissi af leiknum).. Við spiluðum við Kolding, liðið sem við eigum að spila við eftir 2 vikur í mjög mikilvægum leik.. Við töpuðum áðan í framlengingu þannig að ef þetta er eins og heima þá ættum við að vinna hinn leikinn.. Ég var reyndar mjög nálægt því að skora úrslitamarkið í venjulegum leiktíma þegar ég skaut í stöng og í markmann og nstum því inn frá 16 metrum (varð að skjóta).. Vá hvað það hefði bara verið gaman og sérstaklega vegna þess að ég skoraði úrslitamarkið á móti þeim síðast þegar við spiuðum við þær í deildinni.. Algjört grísamark á síðustu sekúndunni..

Fjölskyldan mín er ennþá veik þannig að þau komu ekki að horfa á mig.. Matthildur mín mætti þó og með Röggu Ásgeirs og Heiðar með í för.. Gaman að hitta Röggu en við spiluðum alltaf saman í ÍR í gamla daga..

Og svona aðeins að koma skoðun minni á framfæri varðandi handboltann á Íslandi: Hvað er að gerast? Er ekki verið að grínast með þetta þing um daginn? Hætta með úrslitakeppni svo það sé endanlega hægt að ganga frá boltanum heima.. Það væri nú bara miklu sniðugara að hafa þetta eins og hérna úti en þá komast bara 4 lið í úrslitakeppnina og því skipta leikirnir í deildinni miklu meira máli.. Það ætti bara að setja einhvern klókann í að skipuleggja þetta þarna heima (t.d. mig)..

Svona að lokum þá verð ég nú að koma með eina vísbendingu í kvikmyndagetrauninni:
Leikarinn sem á þessa setningu fékk óskarinn fyrir leik sinn í myndinni....

Bið að heisa úr veikindabælinu...
Hrabba

Comments:
Loksins komstu með einhverja erlenda og góða.. .. besta mynd í heimi.. .. "As good as it gets" Jack Nicholson öðru nafni Melvin Udall segir þetta við Cuba Gooding Jr öðru nafni Frank.. þegar Frank spyr hann "getur þú keyrt hann" (þ.e.a.s. Simon til foreldra sinna) þá svarar kóngurinn "think white and get serious :o)
Kv.
Bryn
 
Aukastig.. .. þetta gerðist á veitingastaðnum þar sem Carol var að vinna.. .. Simon þurfti að fara til foreldra sinna að fá lánaða peninga og Frank vildi lána Melvin bílinn sinn til þess hann gæti keyrt Simon.. .. damn góð mynd - kv.B.
 
Góð Bryn... Gat ekki verið meira rétt.. Kellan komin með 2 stig er aldeilis búin að blanda sér í toppbaráttuna.. GO BRYN....
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?