miðvikudagur, apríl 06, 2005

Allt að gerast..

Já ekki get ég mikið sagt ykkur en framtíð okkar fjölskyldunnar verður ákveðin á næstu dögum.. Það er nokkuð öruggt um að við munum flytja héðan en spurningin er bara hvert.. Förum á fund á morgun hjá dönsku úrvalsdeildarliði og svo bíður okkar fínn samningur í Frakklandi en veit ekki alveg hversu tilbúin við erum í það.. Það væri reyndar frábært að þurfa ekkert að vinna og vera bara í faðmi fjölskyldunnar allan daginn. Það á nú eftir að breytast þegar við komum til Íslands þannig að það væri alls ekki vitlaust að notfæra svona tækifæri..
En annars er lítið undir mér komið núna, Viktor er á fullu í málinu og er þetta það gáfulegasta sem ég gert.. Viktor er umbi dauðans og hann er ekkert að fara að selja kelluna fyrir eitthvað slikk.. hehehe.. Ég er auðvitað lélagsti samningamaður sem sögur fara af.. Það er nú líka alltaf erfitt að verðmerkja sjálfan sig (segir egóisti nr.1).. Þetta verður allavega spennandi en ekki mikil tilhlökkun að þurfa að fara að pakka öllu draslinu niður... En þetta er staðan í dag...

Skrifa meira á morgun, er orðin alveg soðin..
Hrabba flóttamaður..

Comments:
Sælar, long time no see :-) En leiðinlegt að lesa með fallið hjá ykkur - en þegar ég er að lesa hérna með vangaveltur þínar um hvar þú spilar á næsta ári þá ætlaði ég bara að minna þig á dílinn sem þú gerðir í Portúgal um árið við múttu mína og Bjössa þjálfara :-) Hehehe...bestu kveðjur, Smári Jökull
 
Sendi umbanum tips í gær - vantar handboltaþjálfara til að rífa upp handboltann hjá UMFB; var mín ekki með hugmyndir um að flytja þangað þegar hún kæmi aftur til Ísl til að fá ódýrt húsnæði;-)
Boló eða Frakkland ?????
 
Hey, Frakkland er geggjað:) stutt fyrir mig að hitta ykkur!! Hehe... spennó að heyra hvað gerist hjá ykkur á næstu dögum! Baráttukveðjur frá Lúx, Eva og co
 
Jæja það verður þá bara að HAFA ÞAÐ!!! hehe nei það verður sko gaman að þekkja einhvern í Frakklandi til að heimsækja!! ;o)
 
Smári minn ég man sko eftir samningnum.. Ég er nú bara 27 ára, ég á nóg eftir..
Erna Boló verður að bíða betri tíma.. En frekar þangað en að kaupa sér húsnæði í Reykjavík.. Það þarf nú líka að fá einhvern til að rífa upp þetta krummaskuð..
Eva mín það er nú frábært að vita af einhverjum nálægt.. Við ættum nú að geta haldið nokkur átkvöld.. Þar er ég á heimavelli..
 
Já þú átt sko nóg eftir Hrabba, það er laukrétt :-) En ég tek undir með hinum - Frakkland hljómar vel og Viktor er greinilega að standa sig sem umbi dauðans - en gangi ykkur vel að klára dæmið, þú átt sko alveg skilið að vera áfram í hópi þeirra bestu þarna úti !
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?