laugardagur, apríl 23, 2005
Daggan mætt á nýjan leik....
Jæja fyrst að frú Blogg-drottningin hefur ekki tíma til að blogga vegna trampólín-anna þá verður sjálf guðmóðir Dísarinnar að koma inn í þetta.....enda kannski tími til komin, er búin að vera frekar löt.
Það er nóg að gerast þessa helgina. Alli karlinn "breytti til" og gaf okkur frí í gær svo ég og Jóna brunuðum til Gunnsa seint á fimmtudagskvöldinu. Ætlunin var að fara snemma á föstud. til Elfu og Einsa í Grosso þar sem Guðrún Drífa er gestur á þeim bænum......jú jú ég og Johnny brunum af stað og viti menn.....kellurnar lenda í árekstri á sjálfum Autobahnanum í Germany, úfffff.... sem betur fer þá meiddumst við ekkert en þetta var sem sagt 3 bíla árekstur og við í miðjunni. Slysið kom þannig til að allt í einu kom "Stau" ( Umferðateppa), við náum að brensa en 3 bíllinn kemur á okkur á flegiferð og bombar okkur á næsta bíl. Seatinn hennar Jóna er ökufær en það sést samt svolítið á honum bæði framan og aftan! En eins og ég sagði þá er allt í lagi með okkur stöllur og það er fyrir öllu. Já eins og þið sjáið þá byrjar helgin ekki vel, en við létum þetta ekki á okkur fá og héldum leið okkar áfram til Grosso og svo til Frankfurt í búðir.....að sjálfsögðu vorum við enn í smá sjokki en það lagaðast fljótt við búðaröltið (maður er alveg eðlilegur!). Eftir búðirnar var farið heim til Elfu og Einsa þar sem húsmóðirin eldaði ísl.lambalæri. Jammí....ekkert smá gott hjá henni og svo marens í eftirrétt. Elfan klikkar seint í eldhúsinu. En í dag ætlum við að kíkja til Mannheim eða Heidelberg, hendast í 1 jafnvel 2 búðir og svo að skoða okkur aðeins um. Svo í kvöld býður Daggan upp á nautalundir með öllu tilheyrandi, ætti ekki að klikka. Svo á morgun er ætlunin að fara í sund. Guðrún verður nú að fá smá sól á kroppinn, en það spáir í kringum 20 stig.
Þetta var dagbók Dagfríðar laugardaginn 23 Apríl. ( já meðan ég man! Steini til hamingju með daginn, 25 ára karlinn!)
Það er nóg að gerast þessa helgina. Alli karlinn "breytti til" og gaf okkur frí í gær svo ég og Jóna brunuðum til Gunnsa seint á fimmtudagskvöldinu. Ætlunin var að fara snemma á föstud. til Elfu og Einsa í Grosso þar sem Guðrún Drífa er gestur á þeim bænum......jú jú ég og Johnny brunum af stað og viti menn.....kellurnar lenda í árekstri á sjálfum Autobahnanum í Germany, úfffff.... sem betur fer þá meiddumst við ekkert en þetta var sem sagt 3 bíla árekstur og við í miðjunni. Slysið kom þannig til að allt í einu kom "Stau" ( Umferðateppa), við náum að brensa en 3 bíllinn kemur á okkur á flegiferð og bombar okkur á næsta bíl. Seatinn hennar Jóna er ökufær en það sést samt svolítið á honum bæði framan og aftan! En eins og ég sagði þá er allt í lagi með okkur stöllur og það er fyrir öllu. Já eins og þið sjáið þá byrjar helgin ekki vel, en við létum þetta ekki á okkur fá og héldum leið okkar áfram til Grosso og svo til Frankfurt í búðir.....að sjálfsögðu vorum við enn í smá sjokki en það lagaðast fljótt við búðaröltið (maður er alveg eðlilegur!). Eftir búðirnar var farið heim til Elfu og Einsa þar sem húsmóðirin eldaði ísl.lambalæri. Jammí....ekkert smá gott hjá henni og svo marens í eftirrétt. Elfan klikkar seint í eldhúsinu. En í dag ætlum við að kíkja til Mannheim eða Heidelberg, hendast í 1 jafnvel 2 búðir og svo að skoða okkur aðeins um. Svo í kvöld býður Daggan upp á nautalundir með öllu tilheyrandi, ætti ekki að klikka. Svo á morgun er ætlunin að fara í sund. Guðrún verður nú að fá smá sól á kroppinn, en það spáir í kringum 20 stig.
Þetta var dagbók Dagfríðar laugardaginn 23 Apríl. ( já meðan ég man! Steini til hamingju með daginn, 25 ára karlinn!)