sunnudagur, apríl 03, 2005

Enn er von...

Spiluðum leik í gær upp á líf og dauða, jafntefli eða tap þýddi að við værum fallnar.. Þetta var ekki hin mikla skemmtun fyrir mig lengi vel þar sem ég sat með stóra flís í rassinum þangað til rétt rúmar 7 mín voru eftir af leiknum.. Þá vorum við 6 mörkum undir (23-29) og allir búnir að afskrifa okkur og hitt liðið farið að brosa í hringi.. En ég fékk sem sagt að spila síðustu 7 og ákvað að þakka pent fyrir mig (ekki kannski pent þar sem ég var eins og versti geðsjúklingur) og vann bara leikinn fyrir þessa vitleysinga sem ekki getað notað mig meira.. Við unnum þennan 7 mín kafla 7-0 og skoraði ég 5 af þeim og m.a sigurmarkið þegar 20 sek voru eftir.. Vá hvað þetta var gaman og ekki slæmt að þurfa ekki nema 8 mín til að vera valin maður leiksins hehe... En því fylgir gjafabréf út að borða, eitthvað sem ég get alltaf notað.. Það merkilegasta við þetta allt saman er að við spiluðum við þetta lið í bikarnum fyrir tveimur vikum og þá var ég markahæst með 8 mörk.. Þeir eru örugglega að reyna að losa sig við mig því að samningurinn minn fellur úr gildi ef við föllum... Verð nú að linka inn á grein eftir leikinn með mynd af Hröbbunni fagnandi (og alltaf myndast ég jafn vel)... Já þá er grein egóistans búin.. Og svona að koma því á framfæri þá sagði þjálfarinn ekki eitt orð við mig eftir leikinn enda hefur hann skammast sín niður í rassgat..

Svona aðeins að stressinu mikla þá gleymdi ég nú að segja frá því að til að létta á stressinu hjá kollega mínum þá er Hrabban bara á leiðinni í fullt af foreldraviðtölum.. Aldeilis mikið fjör það.. Þetta á eftir að blessast..
Gamla vinnan mín vill svo fá mig aftur.. Það var auðvitað bara snilldarvinna.. Ég fer og tala við þau á fimmtudaginn þá veit ég líka hvort ég sé á förum héðan eða verði áfram hérna.. Alltaf gaman að óvissunni.. Gæti meira að segja skroppið til Spánar og klárað tímabilið þar ef að við föllum.. Allt í boði..

Hér er aðeins búið að borða síðustu tvo daga enda eru Steini og Þorvaldur hérna hjá okkur og það er auðvitað algjör snilld að hafa þá.. Viktor að tapa sér á gítarnum og Steini syngur eins og honum sé borgað fyrir það.. Hann er þeim kostum gæddur að geta hermt eftir merkum mönnum eins og t.d Megasi, Birni Jörundi, Bubba og fleirum.. Það er því hið mesta fjör á heimilinu þessa dagana.. Við erum meira að segja hringjandi í fólk á Skype-inu og höldum fyrir það tónleika... Frekar öflugt það..

Egóistinn kveður
Dagný (hehe)

Comments:
Jesús minn......Hrabba mín þú veist að það myndi ekki lifandi sál trúa því að ég myndi skrifa svona...... þú ert alveg að tapa þér!
 
Dagný mín það er nú bara einn alvöru egóisti í þessari fjölskyldu og það er ÉG... Þó að fólk væri ekki með greindarvísitölu þá hefðu þau nú fattað þetta djók...
 
Flott hjá þér Hrabba, alveg að standa þig í egóinu og heldur betur að standa þig í leiknum! Meira að segja heldur þínu striki á myndinni í blaðinu - grettan þín er þarna til staðar:-). Til hamingju með sigurinn!
 
Hrabba mín þú ert náttúrulega bara langbest og flottust...ég hélt ég myndi andast yfir Dagnýjarbrandaranum...hvað þýðir það þá??? er ég þá með háa greindavísitölu??

eibba
 
Eivor mín þú ert auðvitað bara snillingur með mjög háa greindarvísitölu.. Næstum því jafn háa og Hitler sem sprengdi næstum því skalann..
 
jiii...tú ert nú meiri hetjan....á ég ad buffa tennan aumingja sem tjálfarinn tinn er???hálfviti....tekkir greinilega ekki íslenska víkinga og alvøru keppnisskap....
 
Sjæsen....eins og ég segi eftir leikinn sem ég sá með þér í Horsens.... þá væri bara alveg eins gott að hafa hárþurrku í staðinn fyrir þennan þjálfara!! hann er alveg bara "wúúúúúúh" !!

Hrabba mín, þú ert BEST!!
kveðja Tinna

p.s.var ekki búið að semja umþað að þú FERÐ EKKI NEITT frá DK??!!!
 
Tinna mín það er bara spurning um að fá þig á bekkinn.. Þá verð ég pottþétt áfram.. Enn satt að segja þá eru nú bara ágætis líkur á að ég verði hérna áfram..
 
Mikið er ég glöð!!
TT
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?