föstudagur, apríl 08, 2005
Frakkland komið með stóran mínus...
Já kellan búin að vera í sjokki í sólarhring.. Var að tala við nágranna minn sem var hjá danskri vinkonu sinni í Frakklandi um daginn.. Við fórum að tala um Frakkland og sagði mér að hugsa þetta mjög vandlega í sambandi við Viktoríu.. Já málið er nefninlega að í Frakklandi byrja krakkar í skóla 3ja ára þannig að Viktorían mín þyrfti sem sagt að byrja í skóla.. Það væri nú svo sem allt í lagi nema hvað að krakkarnir mæta í skólann eldsnemma á morgnana og svo má ekki sækja þau fyrr en í fyrsta lagi kl.17.. Vilja þeir ekki bara ættleiða börnin þarna? Ekki nóg með það að þá eru börnin slegin utan undir á mörgum stöðum þarna (foreldrar gera það líka þarna).. Einmitt að maður yrði bara sáttur að fá draumadísina bara heim með rauða kinnar.. Ég get nú ekki sent barnið mitt í einhverjar nasistabúðir og hvað þá eftir að hafa búið hérna í Danmörku þar sem börn mega bara gera það sem þau vilja.. Frakkland var svo frábært til að geta verið í faðmi fjölskyldunnar allan daginn en það er nú aldeilis ekki.. Ég myndi bara varla hitta dóttur mína...
Fórum annars á fund í gær og það var nú meira fjörið.. Mér finnst svo hræðilegt að ræða einhver peningamál þannig að ég fór bara út af fundinum og skyldi Viktor eftir til þess að ræða málin.. Sniðugasta sem ég hef gert...
Nú er bara að hugsa málin í einhverja klukkutíma og komast að niðurstöðu.. Því fyrr því betra.. Þetta er alveg að fara með okkur hjónin... Ég enda bara í stressinu með Dananum...
Jæja best að fara aftur inn í tænkebokset...
Hrabba
Fórum annars á fund í gær og það var nú meira fjörið.. Mér finnst svo hræðilegt að ræða einhver peningamál þannig að ég fór bara út af fundinum og skyldi Viktor eftir til þess að ræða málin.. Sniðugasta sem ég hef gert...
Nú er bara að hugsa málin í einhverja klukkutíma og komast að niðurstöðu.. Því fyrr því betra.. Þetta er alveg að fara með okkur hjónin... Ég enda bara í stressinu með Dananum...
Jæja best að fara aftur inn í tænkebokset...
Hrabba
Comments:
<< Home
Er ekki bara eitthvað brilliant lið í Lúx???? :) Snilldarland í alla staði.. reddum bara snilldarliði fyrir þig!!! Gangi þér vel í öllum pælingunum!!
Skrifa ummæli
<< Home