laugardagur, apríl 30, 2005

Hið ótrúlega gerist enn í dag....

Já gott fólk klukkan er núna 9.37 að morgni til og þið gætuð aldrei giskað á hvað ég er búin að afreka á þessum laugardagsmorgni.. Haldiði að kellan sé ekki búin að spila handboltaleik... Þeir sem þekkja mig trúa þessu nú varla og það sem meira er þá þurfti ég alls ekki að spila þennan leik.. B-liðið bað mig um að vera með og ég sló nú bara til, veitir ekki af hreyfingunni... Það er algjört snilldamót hérna úti höll núna.. Þegar ég var að labba út rétt yfir 9 þá stóð heilt karlalið með bjór í hendinni og voru að fara að spila.. Þetta er svona fylleríismót og það er rosa djamm í kvöld og svo er spilað aftur á morgun þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu hresst liðið verður..

Svo var ég að panta trampólínhöllina aftur næsta föstudag frá 12.30-13.30.. Endilega látið mig vita ef þið hafið áhuga á að koma.. Svala og co, Diljá, Krissa, Tinna og co, Davíð og co og fleiri endilega að melda sig með... Það eru flestir í fríi þennan dag, dagurinn eftir kr.himmelf.dag..

Og talandi um hið ótrúlega þá er Tom Cruse bara byjaður með Joey úr Dawsons, hvað er það??

Ætla að kíkja út í hús aftur og fá mér eins og einn öllara..
Hrabba

Comments:
Mig langar með í trampólínhöllina!! Ég er alveg búin að sjá það að ég verða að fara að koma til ykkar! Kökur og trampólín er alveg í meira lagi heillandi!! :oD
Fúlt samt að Viktor sé farinn í þennann hjólatúr með genginu (skv. mailinu sem ég fékk allavegna! ;o)) hefði verið gaman að hafa hann heima. Haha

Kv.Bjarney
 
takk fyrir mig í gær, mér leið eins og hvítlauk þegar ég vaknaði ahhahahah:D

en já ég ætla að reyna mitt besta að koma og hoppa smá á föstudaginn nk.
 
Takk sömuleiðis Diljá mín.. Voða huggó..
Bjarney mín ég treysti á þig að panta með honum Orra þínum.. Þið verðið að fara að skoða þetta.. Kökurnar kalla..
 
Vid mætum skooo:) missi nú ekki af tessu aftur.. en núna eru engir gestir thannig engin afsøkun.... nema kellan skellir sér náttla til Sverige...;)

Bææææ

Matthildur
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?