fimmtudagur, apríl 21, 2005

Hrebs á trampólín á morgun... Get ekki beðið..

Hrabban bara búin að leigja trampólínhöll á morgun og safna saman íslenskum fjölskyldum til að hoppa og skoppa með mér og Viktoríu á morgun.. Algjör snilld, get ekki beðið.. Mesta spennan er að sjá Krissu fara í handahlaup flikk en stúlkan ætlar sér að reyna... Gaman frá því að segja að ég og Krissa urðum einu sinni unglingameistarar saman á stökki.. Krissa var einmitt að rifja þetta upp um daginn, hún er ótrúleg, man allt.. Það fylgdi meira að segja að við fengum víst 9,4 í einkunn..

Elli vinur Daða bróður gisti hérna hjá okkur í nótt.. Hann kom keyrandi á trukki frá Þýskalandi í 9 tíma með innbúið sitt en hann og fjölskyldan eru að fara að flytja til Århus í lok sumars.. Gaman að hitta Ella enda mjög langt síðan ég hef hitt strákinn.. Það var reyndar ekkert alltof langur tími til að kjafta því að hann kom ekki fyrr en að miðnætti í gær og við þurftum svo að vakna kl.7 í morgun.. En ég fórnaði nú nokkrum tímum í svefn fyrir hann.. Hann fór svo með innbúið sitt í geymslu í morgun og svo lagði hann af stað aftur heim til Germany..

Svo verð ég nú að fræða ykkur aðeins um lögguskólann hérna í Danmörku en hann er í kóngsins Köbenhavn.. Haldiði að þeir sem fari í lögguskólann fái ekki bara rúmlega 200 þús. útborgað á mánuði (fyrir að vera í skóla), ekki slæmt það.. Svo þegar maður er búin að vera í skólanum í tvo mánuði þá fær maður byssu.. Ég er nú bara mikið að spá í að skella mér.. Einmitt.. Ég þarf nú bara að koma Viktori þangað.. Skiptir nú litlu máli hvort hann læri á vélsög eða byssu...

Má annars ekkert vera að þessu.. Erum að fara að grilla...

Over and out..
Hrabba..

Og enn og aftur... SYSTUR KOM IND I KAMPEN......

Comments:
Oooo mikið langar mig að fara með ykkur á trampið þó ég kunni engin flikk...Góða skemmtun

eibba fatlaða
 
Þið verðið nú bara að fara að drífa ykkur til Århus.. Davíð minn það er stefnan að fara í trampólínhöllina reglulega.. Þið fjölskyldan eigið bara að skella ykkur í heimsókn..
 
Ég er svooo spennt. Er búin að vera ímynda mér að ég sé hoppandi á trampinu. Loka augunum og svo.... upp og niður... rass og magi... snúa... en er samt orðið hálf óglatt á allri þessari ímyndunarveiki.
 
Gott Krissa mín.. Þú veist hvað hugarþjálfunin skiptir miklu máli. Gera nokkrum sinnum handahlaup flikk í huganum.. Svalan ætlar nú að skella sér í þetta með okkur.
 
Iss, það verður nú ekki eins gaman án trampolín meistaranns;)
kv, Orri
 
Eins gott að þessi trampolínhöll verði pöntuð þegar við komum í ágúst !!! Ég á hreinlega eftir að missa mig... hehehe
 
Davíð minn Viktor er alltaf klár á grillinu og trampólínhöllin hún verður sko pöntuð fyrir þig og þína.. Þið eruð alltaf velkomin.. Svo má ekki gleyma Danmerkurmeistaramótinu í Boccia sem er haldið úti í garði hjá mér á hverju sumri.. Það væri nú eitthvað fyrir keppnis-Davíð..
Og Sif mín ég fer nú bara í það að panta höllina fyrir þig núna..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?