þriðjudagur, apríl 19, 2005

MAÐUR VIKUNNAR...

Er enginn annar en saunakóngurinn Sigursteinn Arndal eða Steini eins og hann er alltaf kallaður.. Við heimsóttum Steina um helgina eins og áður hefur komið fram hér á síðunni og verður sú heimsókn lengi í minnum höfð.. Ég hef þekkt Steina síðan við vorum bæði í FH og fórum við saman með 4.flokk kvenna á Partille Cup 2001.. Eftir að ég flutti til Danmerkur, ári á eftir Steina, höfum við alltaf verið í góðu sambandi og með tilkomu Skype fer þetta bara batnandi.. Þetta er Steini:
Nafn: Sigursteinn Arndal

Staða: Miðja.

Áhugamál: Fjölskylda og vinir,tónlist og íþróttir.

Kostir: Sæmilega opin og hress að eðlisfari.

Gallar: Á það til að vera svolítið latur þegar það kemur að vissum hlutum.

Skondið atvik: Nýjasta skondna atvikið átti sér stað um helgina, þegar Hrabba kynnti sér Þýska saunumenningu. Hún gerði sér lítið fyrir og braut aldargamlar reglur og rölti full klædd um nektarsvædid og skoðaði nýustu strauma og stefnur í rakstri skaphára. Ég hef sjaldan séð Hröbbuna jafn undrandi, en hún tók sér samt góðan tíma í að skoða pullurnar þarna. Hún hefur væntanlega farid beint heim og sýnt Viktori hvernig þetta á að vera.

Hversu mörgum mínútum eyðir þú á dag á heimasíðu Skúladætra? Þær eru ófáar mínúturnar, 4-5 heimsóknir á dag.

Þú færð 2 milljóinir í lottóvinning. Í hvað eyðir þú? Ætli maður myndi ekki leggja það í sjóð fyrir húsakaupum þegar maður kemur heim. Ekki veitir af, hvað er í gangi með Prísana heima. Er Gaui Árna fasteignakóngur með meiru að missa sig í verðlagningunni.(Mæli reyndar eindregið með Gutta)

Hvernig pikkaðir þú upp maka (ef maka átt)? Það er alltof flókin og löng saga að segja hér. Enn við höfðum vitað af hvort öðru í langan tíman, svo má deila um hver hafdi frumkvæðið. Það skiptir heldur engu máli.

Mesta gleðistundin í lífinu? Þær eru svo margar, erfitt að taka eina út.

Uppáhalds málsháttur eða orðatiltæki? Það er stutt í kúkinn.


Hvað dettur þér fyrst í hug:

Hrabba: Endalaust hress og skemmtileg, madur hlær lika ad henni þegar hún er í vondu skapi og svo má ekki gleyma tölfræðinni hjá henni. Viktor og Viktoría koma lika strax upp í hugann.

Dagný: Speedi Gonsales, einstaklega hress og skemmtileg.

Drífa: Eftir lestur minn á þessari síðu kemur Hverfisbarinn fljótt upp í hugann á mér. En hún er líka síbrosandi eins og allar systurnar, já þær eru hressar þessar Skúladætur.

Hanna Lóa: Partille 2001 alveg á hámarki gelgjunnar þar.

Eitthvað að lokum??? Það er gott að vita af ykkur í danaveldinu næstu 3 árin, við Kobba komum eigum eftir að koma oft í heimsókn. Enda ekki leiðinlegt þegar að Viktor tekur grillið fram og kellan skellir í form.

Comments:
han heitir kristian kjelling og er i norska landslidinu halfviti
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?