þriðjudagur, apríl 12, 2005

Mikill léttir...

Já við erum búin að taka ákvörðun... Og mun ég koma mörgum á óvart.. Kom meira að segja sjálfri mér á óvart með þessari ákvörðun.. Það verður skrifað undir á morgun þannig að ég mun skrifa meira á morgun..

Ég er búin að eiga frábæran dag í dag.. Var búin í vinnunni kl.12 og náði strax í Viktoríu.. Við mæðgurnar skelltum okkur svo í bíó á Banngsímon sem var auðvitað svaka fjör.. Svo var keypt prumpublaðra í handa Dísinni sem er að gera gott mót.. Hver man ekki eftir prumpublöðrunum frægu..

Læt heyra í mér á morgun..
Hrabba

Comments:
Jesus.. þú ert að "drepa" mann úr forvitni!!!! Kræst..úff en ég reyni að bíða róleg.. hehe!! TIl hamingju með að vera búin að ákveða samt, gæti trúað að það sé mikill léttir hjá ykkur fjölsk:)
 
Sorry Eva mín.. En takk annars og þú getur trúað því að þetta er mikill léttir.. Ég var að fara yfir um hérna..
 
Congratz kelling með ákvörðunina.. .. mig dreymdi að þú værir á frönsku rivíerunni.. .. þannig að ég spái France :o)
 
Usss... þetta er aldeilis spennandi. Maður verður að kíkja hérna inn á klukkutíma fresti í dag. Eftir að ég talaði við þig um helgina þá fann ég svo til með þér að þurfa að taka þessar stóru ákvarðanir að mig dreymdi þetta vandamál í nótt. Í draumnum ákvaðstu skyndilega að drífa þig til Kolding. Þessi franska var víst að hætta...
 
Jæja Hrafnhildur!! Dagurinn hálfnaður og ekkert komið!! 'Uff maður bara fer varla frá tölvunni.. hihi..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?