mánudagur, apríl 18, 2005

Saunamenningin í Germany.. OMG...

Já Hrabban í miklu menningarsjokki eftir Þýskalandsferðina.. Skelltum okkur í sund í gær í bænum hans Steina og var þetta nú heldur betur mikil upplifun.. Dagný og Drífa voru nú báðar búnar að skrifa aðeins um typpalingana þarna í Germany en ég verð nú bara að bæta við.. Þetta var rosalegt.. Þarna var risastórt svæði þar sem hægt var að fara í potta og fullt af saunum (misheitar).. Steini varð auðvitað að fara með mig þangað inn til að sjá á mér svipin og hann á ekki eftir að sjá eftir því vegna þess að ég gjörsamlega missti hökuna í gólfið.. Þarna voru allir trítlandi um á typpinu og einhverjar pullur inn á milli.. Ég hélt nú að fólk léti sér nægja að vera nakið inn í gufunni en nei nei það var bara allsnakið út um allt.. Ég þurfti nú bara að hafa mig alla við til að fá ekki einhverjar slöngur í mig.. Og svo alveg til að toppa þetta þá löbbuðum við aðeins út og þá lá karlmaður (örugglega +50ára) úti á sólbekk, auðvitað allsnakinn og ég get svo svarið það að ef ég hefði horft aðeins lengur á hann þá hefði ég séð upp í heilan á honum.. Hann var svo hrikalega glenntur að ég sagði við Dagnýju að Berglind Péturs (fimleikaþjálfarinn okkar í gamla daga) hefur örugglega einhvern tímann teygt á þessum.. Ekki nóg með það þá var gamli karlinn bara búinn að snyrta sig svona rosalega vel.. Ég vissi ekki að gamla fólkið væri farið að eyða öllum stundum í að raka af sér skapahárin.. Þarna var allavega allt fullt af rökuðum krumputyppum.. Ég sem hélt að unga fólkið væri nú aðallega í þessu en nei nei gömlu þjóðverjarnir skella sér nú í brasilískt.... Við stelpurnar vorum nú samt fljótar að flýja þessa menningu en strákarnir voru nú fljótir að heilsa upp á hin typpin.. Viktor fær 10 fyrir að aðlagast á mettíma... Og Steini fær 10 fyrir að vera orðin þjóðverji..

En nóg um typpin.. Helgin var frábær í alla staði.. Höfðum það rosa gott hjá honum Steina okkar og ekki skemmdi fyrir að fá hana Dídí syst til okkar.. Takk kærlega fyrir okkur Steini minn og takk fyrir að koma til okkar Dagný mín..

Held ég láti þetta gott heita í bili.. Vonandi dreymir ykkur ekki bara typpi í nótt..

Later
Hrabba "ekki pjölludrottning"..

Comments:
Kallarnir voru alveg vitlausir í þig þarna í saununni.

Steini
 
Hahahaha.. Já tókst þú líka eftir því?? Þetta var rosalegt..
 
Síðan hvenær hafa kalllllarnir ekki verið brjálaðir í kellinguna :o) .. .. you and I, hmmmhmmmmhmmm
kv.
Bryn
 
Hahahahaha... Já hann er án efa einn sá eftirminnilegasti.. Þvílíkur gæðagripur.. Einmitt..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?