miðvikudagur, apríl 27, 2005

Stjúpdóttirin að gera gott mót..

Já Mattan okkar gerði sér nú bara lítið fyrir og eldaði ofan í fjölskylduna í gær.. Hún gerði rosa góðan kjúllarétt sem rann ljúflega niður og fengu allir sér ábót.. Stúlkan að gera gott mót og við búin að rífa upp sjálfstraustið hjá henni í eldhúsinu.. Við spiluðum svo langt fram eftir tveggja manna kapal (og ég er að tapa en þetta er sko ekki búið) á meðan Viktor spilaði á gítar og söng.. Viktor alltaf að standa sig á gítarnum, orðin helvíti góður.. Nú er ég alveg hætt að senda hann niður í þvottahús eða í einhver önnur verkefni þegar hann byrjar að spila.. Gerði það alltaf til að byrja með því ég höndlaði ekki þetta hræðilega áreiti þegar hann kunni ekkert að spila.. Gat ekki einu sinni hugsað...

Á morgun er ég svo búin að bjóða öllu liðinu í grillveislu.. Félagsveran að gera gott mót.. Það verður boðið upp á fylltar kalkúnabringur a la Tinna og Daddi.. Og svo verður sett í tvær kökur í desert sem ég er einmitt að fara í núna..

Hrabba bakari kveður að sinni...

P.S Kæru systur það er komin sektarsjóður í sambandi við síðuna.. Ef þið skrifið ekki allavega einu sinni í viku þá er STÓR SEKT sem ég ákveð að sjálfsögðu..

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?