sunnudagur, apríl 24, 2005
Stórkostleg helgi að baki...
Þessi helgi er búin að vera svo mikil snilld að hún verður lengi í minnum höfð.. Það var alveg ótrúlegt hvað það rættist vel úr helginni sem byrjaði auðvitað á trampólíninu... Það var eins og ég vissi ótrúlega gaman að tókst okkur fimleikaþremenningum (Krissa, Svala og ég) að skella okkur í araba heljar sem var nú meira en við höfðum ætlað okkur.. Allir voru voða kátir með þetta og nú er bara stefnt á að leigja salinn reglulega.. Krissa á aldrei eftir að flytja heim á meðan við höldum þessu áfram.. Tinna og Daddi komu frá Horsens með Emelíu snúllu með sér til að leyfa henni nú aðeins að skoppast og vorum við svo búin að ákveða að grilla á eftir.. Það er nú bara skemmst frá því að segja að þau fóru ekki heim fyrr en kl.17 í dag (sunnudag).. Þau eru alveg heimsins mestu snillingar, væri til í að ættleiða þau.. Við fórum nú bara í búðina til að kaupa tannbursta, brækur, sokka og boli svo að þau gætu verið lengur(Tinna ekki búin að fatta að snú bara nærbuxunum við)... Við átum eins og við værum á launum við það og matseðillinn var ekki að verri endanum, nautalundir á föstudaginn og fylltar kalkúnabringur á laugardag. Auðvitað var gerður rosa desert bæði kvöldin sem sló í gegn.. Ég prófaði einn nýjan á föstudaginn, Ostaköku Kobbu sem er rosaleg og ég verð nú bara að setja uppskriftina á síðuna seinna.. Ég held ég geti alveg fullyrt að ég mjókkaði ekki mikið um helgina..
Við þurftum nú samt að hafa smá áhyggjur um helgina en hún Matthea stjúpdóttir okkar er orðin full blaut (finnst okkur) og eru aðeins of margar þjóðhátiðir hjá henni á ári.. Hún ætlaði nú að vera með okkur í gær en skellti sér svo bara á djammið með Kidda vini sínum sem við vorum nú ekkert alltof sátt við.. Það vildi samt svo skemmtilega til að digital myndavélin hennar hafði gleymst hérna hjá okkur og ákváðum við að vera rosalega fyndin og tæmdum vélina og byrjuðum svo að taka endalaust af ruglmyndum af okkur.. Ég var að setja þær inn áðan en verð nú að taka fram að allra grófustu myndirnar áttu ekki alveg heima á internetinu.. Hefðu farið beinustu leið inn á B2, ein t.d rosa góð af Hurðaskelli taka Línu Langsokk aftanfrá (ekki samt í alvörunni).. Þið sem komið í heimsókn til mín fáið að sjá þetta allt.. Alltaf að reyna að lokka til mín gesti.. En þið verðið allavega að kíkja á þetta rugl hérna....
Svo við matarborðið kom upp ein besta pikk-up lína sem ég hef heyrt og kemur hún frá frægum íslenskum söngvara.. En hún var svona: Ég er hérna með fullan punginn af börnum sem vantar pössun......
Jæja nóg af rugli í bili... Þið munið eflaust heyra í mér aftur..
Hrabba..
Við þurftum nú samt að hafa smá áhyggjur um helgina en hún Matthea stjúpdóttir okkar er orðin full blaut (finnst okkur) og eru aðeins of margar þjóðhátiðir hjá henni á ári.. Hún ætlaði nú að vera með okkur í gær en skellti sér svo bara á djammið með Kidda vini sínum sem við vorum nú ekkert alltof sátt við.. Það vildi samt svo skemmtilega til að digital myndavélin hennar hafði gleymst hérna hjá okkur og ákváðum við að vera rosalega fyndin og tæmdum vélina og byrjuðum svo að taka endalaust af ruglmyndum af okkur.. Ég var að setja þær inn áðan en verð nú að taka fram að allra grófustu myndirnar áttu ekki alveg heima á internetinu.. Hefðu farið beinustu leið inn á B2, ein t.d rosa góð af Hurðaskelli taka Línu Langsokk aftanfrá (ekki samt í alvörunni).. Þið sem komið í heimsókn til mín fáið að sjá þetta allt.. Alltaf að reyna að lokka til mín gesti.. En þið verðið allavega að kíkja á þetta rugl hérna....
Svo við matarborðið kom upp ein besta pikk-up lína sem ég hef heyrt og kemur hún frá frægum íslenskum söngvara.. En hún var svona: Ég er hérna með fullan punginn af börnum sem vantar pössun......
Jæja nóg af rugli í bili... Þið munið eflaust heyra í mér aftur..
Hrabba..
Comments:
<< Home
Þetta voru ekkert smá fyndnar myndir, Tinna og Daddi klikka ekki á fjörinu enda Eyjamenn í húð og hár :-) En Hrabba fyrst þú verður áfram í Árhus þá verð ég nú að kíkja í heimsókn næsta vetur þegar ég verð í skiptináminu í Sverige - kíki á flottan leik hjá þér ! Ertu ekki alltaf að heimta gesti annars ? ;-) Kv. Smári Eyja-kall
Þetta er náttúrulega mjög svo eðlilegt :) Ennnn greinilega mikið fjör í dene og alveg ljóst að kellan kíkir í heimsókn fljótlega í haust og þá verður að leigja trampið aftur. Skelltu svo uppskriftinni inn sem fyrst..nú fyrst hefur kellan ekkert annað að gera en að éta þar sem íþróttaferilinum er lokið :)
eibban fatlaða
eibban fatlaða
Heheheheh þessi helgi var sko BARA geggjuð....nú erum við búin að pakka helstu græjunum í tösku sem verður bara alltaf kippt með þegar skreppt verður til Árósa EF ske kynni að dvölinni yrði framlengt!!!! ;o)
En það sem er fyndnast í þessu er að það er ekki eins og við höfum verið blindfull að taka myndirnar.....við erum bara svona ótrúlega sniðug og skemmtileg!!
Alla vega, KÆRAR ÞAKKIR fyrir frábæra helgi, við komum fljótt aftur (nú losnið þið ekki við okkur)!!
knús+kossar Tinna,Daddi og Emelía Ögn
En það sem er fyndnast í þessu er að það er ekki eins og við höfum verið blindfull að taka myndirnar.....við erum bara svona ótrúlega sniðug og skemmtileg!!
Alla vega, KÆRAR ÞAKKIR fyrir frábæra helgi, við komum fljótt aftur (nú losnið þið ekki við okkur)!!
knús+kossar Tinna,Daddi og Emelía Ögn
Smári minn við bíðum spennt eftir þér.. Þú ert alltaf velkominn og múttan þín líka..
Eivor mín ég get lofað þér því að trampið verður klárt þegar þú kemur..
Takk sömuleiðis Tinna mín og co.. Ég er enn að hlæja yfir þessari helgi.. Við bíðum spennt eftir næstu helgi..
Eivor mín ég get lofað þér því að trampið verður klárt þegar þú kemur..
Takk sömuleiðis Tinna mín og co.. Ég er enn að hlæja yfir þessari helgi.. Við bíðum spennt eftir næstu helgi..
Það vakti athygli mína í þessu bloggi að þið, foreldrar mínir, lýsið yfir áhyggjum af drykkju minni...ég held að eftir að hafa séð þessar myndir (líka þær ritskoðuðu) ættuð þið að hafa meiri áhyggjur af því sem er að gerast í hausnum á ykkur.. ;)
Snillingar!
Matta
Skrifa ummæli
Snillingar!
Matta
<< Home