föstudagur, apríl 29, 2005

Velheppnuð grillveisla..

Maturinn og kökurnar slógu heldur betur í gegn.. Fólk fór rúllandi héðan út.. Það eiga sko eftir að vera fleiri grillveislur hérna í sumar..

Ég þarf svo að fara að koma með prógram fyrir sumarið.. M.a má nefna danmerkurmeistaramótið í Boccia sem er haldið út í garði hjá mér.. Svo auðvitað nokkrarferðir á trampólínið (ég er búin að lofa svo mörgum höllinni að það er eins gott að ég standi við það), já og Harpa ég er búin að fá leyfi til að kaupa Slide-brautina þannig að það verður auðvitað keppni í því líka.. Svo er það trúðaboltakeppnin en þar eru Daddi og Matta þau einu sem eru búin að skrá sig og æfa þau stíft.. Ég þyrfti eiginlega að fá meistarann Tedda Vals í þá keppni, við vorum nú orðin helvíti góð á tímabili.. Teddi minn það er nú ekki langt til Århus...

Harpa, Inga Fríða, Hanna, Helga og aðrar Haukastelpur innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn, þið stóðuð ykkur eins og hetjur.. Hlakka til að hitta ykkur eftir nokkra daga...

Jæja nóg af bullinu.. Er farin í háttinn..
Hrabban

P.s. Ég setti inn eina mynd á myndasíðuna (síðasta myndin í aprílalbúminu) af nýja búningnum okkar.. Kemur allavega til greina.. Mér finnst hann nú alls ekki flottur en hvað gerir maður ekki til að vera fyndin... Hvað finnst ykkur?? Er þetta einhver spurning??

Comments:
Ó mæ got.. .. þessi búningur er skelfilegur :o) þú ert eins og drag drottning.. .. nei, nei, alltaf sæt.. ..
Kv.
Bryn
 
mér finnst þessi búningur bara flottur..hann fer þér vel þessi litur og svo koma örugglega fleiri á leiki ef kellan er í bleiku..enginn spurnig..svo þarftu bara að stytta stuttbuxurnar og þá er þetta komið
Kv:Lísa
 
Takk elskurnar.. Brynja mín ég veit að þú gætir aldrei sagt nei við þessum búningi.. Og Lísa þetta er rétt með að láta stytta buxurnar. Þetta er auðvita allt of sítt..
Harpa mín ég læt vita um leið og það kemur dagsetning á slide...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?