laugardagur, maí 21, 2005

Íbúðaverðið ekki það versta við Ísland lengur....

Já nóg er ég nú búin að blóta allt of háu íbúða og húsaverði á Íslandi í dag en ég er búin að komast að því að ég er komin með mikið betri ástæðu fyrir að flytja ekki aftur heim á klakann.. Já góðir Íslendingar (ég er Dani) ég get nú bara sagt ykkur það að þið eruð verstu ökumenn í heimi.. Þið eruð að grínast með umferðina hérna.. Ég er nú bara mjög lukkuleg yfir að vera enn ekki búin að lenda í árekstri þessa viku sem ég er búin að vera hérna.. Þvílík fífl í þessari umferð.. Allir að svína fyrir alla og bara helst að reyna að keyra inn í hliðina á manni.. Ég er bara brjálað stressuð að sitja í framsætinu og fylgjast með öllum fíflunum allt í kring.. Usssssssssss þetta er rosalegt...

Annars hefur nú ekki mikið gerst hjá mér undanfarið.. Er aðeins að missa mig í búðunum hérna.. Allir að koma til Danmerkur að versla en ég er alveg öfug, tek fyrst upp budduna þegar ég kem hingað. Hvað er það???

Viktoría greyið var að veikjast í kvöld.. Er komin með háan hita greyið.. Annars var búið að vera rosa gaman hjá henni í dag.. Fékk að fara til Svandísar og Olivers og vera hjá þeim.. Svandís í essinu sínu og fór með krúttin í Hagkaup og keypti handa þeim sitthvora Latabæjarskóna.. Nú er Viktoría sem sagt komin í Sollu stirðu skó, rosa ánægð.. Ekki nóg með það þá fékk Dísin líka Birgittu dúkku.. Svandís heldur betur að gera gott mót.. Viktoría á heldur betur eftir að suða um að fara til þeirra aftur...

Ætla að henda mér í beddann..
Hrabba

Comments:
Nú,þá veit maður það, við verðum þá hérna þangað til að Íslendingar læra að keyra. Hér með skora ég á þjóðina að taka sig saman í umferðinni, minna stress, meiri þolonmæði (ég var einmitt frægur fyrir það á sínum tíma). Ef ekki verður breiting á gerist Hrabba dani og þarf að skipta um nafn, þar sem að danirnir eiga erfitt með að bera fram Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Ég hvet alla til þess að setja kartöflu aftast í munninn á sér og reyna að bera þetta fram án þess að kingja henni, þá skiljið þið dana greijin.Það er samt spurning um að breita nafninu bara í Habba Holm, það væri nú öllu auðveldara fyrir þá, svo er það líka í tísku hjá erlendum leikmönnum hérna að skifta um nafn, ýmist út af giftingum eða skilnuðum. Kæru Íslendingar, bætum okkur í umferðinni og fáum fjölskylduna heim.
Með fyrirfram þökk
Viktor Hólm
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?