sunnudagur, maí 08, 2005
Búin að byrgja mig upp fyrir næsta hálfa árið..
Fórum yfir landamærin áðan og keyptum endalaust magn af fljótandi vörum.. Viktoría í sjokki yfir því að vita að Daði frændi hennar sé í bjórflokknum með Hómer, Steina og fleiri góðum.. Þar sem von er á Daða og Steina fljótlega í heimsókn er búið að fylla kjallarann af bjór og gosi.. Ég stóð mig auðvitað best í nammideildinni og hefur nammiskápurinn minn sjaldan verið glæsilegri (er samt alltaf vel fullur).. Og Harpa ég keypti sex dollur af Milky Way súkkalaði ofan á brauð (tær snilld)..
Svo eru stórfréttir af honum Daða bróður mínum.. Afrekaði það að vera lamin tvisvar í bænum á föstudaginn... Ekkert alvarlegt þar sem um kvenmenn var að ræða í bæði skiptin.. Hahaha.. Strákurinn farinn að bulla aðeins of mikið í stelpunum.. Hann á nú aldrei eftir að ganga út þessi elska.. En líðan hans er allavega eftir atvikum.. Hann fór í bæinn í gær án þess að drekka þannig að eitthvað hefur strákurinn verið sjokkeraður yfir þessu öllu saman.. En ég er allavega fegin á meðan það eru bara einhverjar smápíkur sem eru að dangla í hann bróður minn.. Það getur nú ekki farið svo illa og svo auðvelt fyrir mig að stúta þeim.. Væri nú verra að fara að elta uppi einhver steratröllin..
Stulli og Matthildur buðu okkur svo í mat í kvöld.. Alltaf jafn gaman að hitta þau skötuhjú og fengum við þennan fína mat hjá þeim, naut og hrefnukjöt (sem er rosalega gott). Fengum svo íslenska osta og ritz (sem fæst ekki hér), algjör snilld... Takk fyrir okkur elskurnar.. Viktoría svona líka sátt við dótið hennar Matthildar sem var málningardót.. Sat og málaði sig í tvo tíma og leit út eins og unglingur.. Ég skil barasta ekki hvaðan hún hefur þessi prinsessugen, ég hallast frekar að pabbanum.. Ég var allavega bara í bílunum jú og ekki má gleyma sjómannatækinu mínu sem mamma henti og ég er ekki enn búin að fyrirgefa henni.. Fór í eina stærstu leikfangabúð í heimi í Flórída og þetta var það fyrsta sem ég valdi, sjómannatæki (hvað er það?), og svo rugbybolta.. Ég var 10 ára.. Alveg eðlileg..
Jæja farin í háttinn enda mánudagur á morgun sem þýðir vinna kl.7.00.. Hrabban verður hress........
Svo eru stórfréttir af honum Daða bróður mínum.. Afrekaði það að vera lamin tvisvar í bænum á föstudaginn... Ekkert alvarlegt þar sem um kvenmenn var að ræða í bæði skiptin.. Hahaha.. Strákurinn farinn að bulla aðeins of mikið í stelpunum.. Hann á nú aldrei eftir að ganga út þessi elska.. En líðan hans er allavega eftir atvikum.. Hann fór í bæinn í gær án þess að drekka þannig að eitthvað hefur strákurinn verið sjokkeraður yfir þessu öllu saman.. En ég er allavega fegin á meðan það eru bara einhverjar smápíkur sem eru að dangla í hann bróður minn.. Það getur nú ekki farið svo illa og svo auðvelt fyrir mig að stúta þeim.. Væri nú verra að fara að elta uppi einhver steratröllin..
Stulli og Matthildur buðu okkur svo í mat í kvöld.. Alltaf jafn gaman að hitta þau skötuhjú og fengum við þennan fína mat hjá þeim, naut og hrefnukjöt (sem er rosalega gott). Fengum svo íslenska osta og ritz (sem fæst ekki hér), algjör snilld... Takk fyrir okkur elskurnar.. Viktoría svona líka sátt við dótið hennar Matthildar sem var málningardót.. Sat og málaði sig í tvo tíma og leit út eins og unglingur.. Ég skil barasta ekki hvaðan hún hefur þessi prinsessugen, ég hallast frekar að pabbanum.. Ég var allavega bara í bílunum jú og ekki má gleyma sjómannatækinu mínu sem mamma henti og ég er ekki enn búin að fyrirgefa henni.. Fór í eina stærstu leikfangabúð í heimi í Flórída og þetta var það fyrsta sem ég valdi, sjómannatæki (hvað er það?), og svo rugbybolta.. Ég var 10 ára.. Alveg eðlileg..
Jæja farin í háttinn enda mánudagur á morgun sem þýðir vinna kl.7.00.. Hrabban verður hress........
Comments:
<< Home
Sorrý - en er Daði bróðir ekki nógu góður til þess að berja þessar stelpur sjálfur; þar hann að fá einhverja aðstoð frá stóru systur til þess hehehe
Hann má ekki berja stelpur því þá verður allt vitlaust.. Fyrir mér má hann svo sem stúta þeim.. hehe.. Held samt að hann hafi það ekki alveg í sér..
Skrifa ummæli
<< Home