sunnudagur, maí 29, 2005
Brjálað að gera..
Lentum í smá basli á fimmtudaginn þegar við misstum af lestinni í Köben.. Munaði helv.. 2 mínútum.. Vá hvað ég var pirruð.. Þurftum að bíða í tæpa 3 tíma eftir næstu og vorum ekki komnar heim fyrr en 04.30 um nóttina.. Viktor mjög hress, leit eitthvað vitlaust á klukkuna og var mættur klukkutíma fyrr að sækja okkur.. Nennti auðvitað ekki að keyra tilbaka og svaf bara í bílnum fyrir utan lestarstöðina.. Líf og fjör hjá okkur fjölskyldunni.. Ég var svo búin að lofa mér í vinnu á föstudagsmorguninn þannig að það var eitthvað mjög lítið um svefn og það er ekki alveg ÉG að fá ekki minn svefn.. Ég þraukaði þó vinnudaginn og náði að leggja mig í tvo tíma úti í sólinni áður en við fórum í afmælis og kveðjupartý til Robba.. Það var algjör snilld.. Stebbi Hilmars komst víst ekki en á svæðið mætti BJÖRN FRÁ HASLE með gítarinn og gerði allt crazy.. Þvílíkt fjör og var sungið endalaust og hann klappaður upp aftur og aftur.. Það voru tveir danskir kollegar Robba í partýinu og þeir höfðu aldrei séð annað eins.. Þekkja ekki alveg þessa alvöru gítarstemningu..
Við vorum komin heim rúmlega þrjú en ég þurfti að vakna um morguninn og spila æfingaleik.. Eftir það var eitthvað roslaega flott matarboð með sponsorunum.. Þetta var mjög fínt bara verst að missa af góða veðrinu allan daginn.. Hefði getað náð mér í smá lit..
Eftir þetta fórum við til Hedensted að ná í Dísina sem var í pössun þar.. Þar beið okkar svaka grill og kökur þannig að ég fékk mínar kaloríur í gær.. Ekki það að það séu margir sem hafa áhyggjur af næringarskorti hjá Hröbbunni.. Hmmmmmm...
Í dag er svo afslöppunardagurinn mikli og það er auðvitað bara eitthvað fyrir mig..
Kveð í bili..
Hrabba
Við vorum komin heim rúmlega þrjú en ég þurfti að vakna um morguninn og spila æfingaleik.. Eftir það var eitthvað roslaega flott matarboð með sponsorunum.. Þetta var mjög fínt bara verst að missa af góða veðrinu allan daginn.. Hefði getað náð mér í smá lit..
Eftir þetta fórum við til Hedensted að ná í Dísina sem var í pössun þar.. Þar beið okkar svaka grill og kökur þannig að ég fékk mínar kaloríur í gær.. Ekki það að það séu margir sem hafa áhyggjur af næringarskorti hjá Hröbbunni.. Hmmmmmm...
Í dag er svo afslöppunardagurinn mikli og það er auðvitað bara eitthvað fyrir mig..
Kveð í bili..
Hrabba
Comments:
<< Home
Ég er sko EKKI komin með nóg af þér!!! (sbr færsluna hér fyrir neðan)...ég rétt missti af þér á laugardeginum 21. hentist í dressið þegar ég lenti og skellti mér til Þórhildar og co en þá voruð þið Júlía farnar :(
Á miðvikudaginn tók ég á móti lambi vestur á Snæfellsnesi um það bil sem þið voruð að hittast og hentist svo austur til að ná í ykkur, þurfti aðeins að henda af mér fólki í Hveragerði, en komst þá að því að það tæki því varla að keyra til Reykjavíkur eftir miðnætti, þó ég viti að þú sért algjör næturhrafn gullið mitt!
Þín (og ykkar allra) er svo sárt saknað hérna að ég þarf aðlögun hjá blóðforeldrum mínum hér á klakanum, á hálf erfitt með að fara að kalla þau mömmu og pabba aftur..heheh..
Verð að sjá ykkur næst hér á Fróni, nú er komið að mér að dekra við ykkur!
Knús og kossar
Matta eilífðardóttir
Skrifa ummæli
Á miðvikudaginn tók ég á móti lambi vestur á Snæfellsnesi um það bil sem þið voruð að hittast og hentist svo austur til að ná í ykkur, þurfti aðeins að henda af mér fólki í Hveragerði, en komst þá að því að það tæki því varla að keyra til Reykjavíkur eftir miðnætti, þó ég viti að þú sért algjör næturhrafn gullið mitt!
Þín (og ykkar allra) er svo sárt saknað hérna að ég þarf aðlögun hjá blóðforeldrum mínum hér á klakanum, á hálf erfitt með að fara að kalla þau mömmu og pabba aftur..heheh..
Verð að sjá ykkur næst hér á Fróni, nú er komið að mér að dekra við ykkur!
Knús og kossar
Matta eilífðardóttir
<< Home