mánudagur, maí 02, 2005

Dísin að yfirgefa okkur og kellan á körfuboltaæfingu..

Já allt að gerast hérna í Smilets by.. Viktorían okkar fer í leikskólan í fyrramálið og kemur ekki aftur heim fyrr en á miðvikudaginn.. Já mín bara að fara að gista í leikskólanum og er ekkert smá spennt.. Búið að kaupa Bangsímon svefnpoka svo mín er klár í slaginn.. Þetta verður rosa dagskrá hjá henni byrjar á að fara í dýragarðinn og verða þar yfir daginn og svo kvöldvaka og eitthvað fleira skemmtilegt.. Þetta verður nú örugglega erfiðast fyrir foreldrana en við ætlum nú að nota tímann vel og fara út að borða og í bíó annað kvöld.. Langt síðan við höfum gert það hjónin..

Kellan var svo bara á körfuboltaæfingu áðan, svaka fjör.. Fengum tvo nýkrýnda Danmerkurmeistara til að þjálfa okkur og vorum bara á alvöru körfuboltaæfingu... Veit nú samt ekki hvað þeir segja, dóu örugglega úr hlátri þegar þessi æfing var búin.. Þeir voru allavega ekkert að nenna að taka á skrefunum enda hefði það svo sem verið dauðadæmt.. En það var mjög gaman að prófa þetta, verst að körfuboltasjálfstraustið rauk ekkert upp.. Fannst svona full flóknar æfingar inn á milli.. Við erum núna alltaf einu sinni til tvisvar í viku í öðruvísi íþróttum, algjör snilld..

Svo átti Dísin rosalegan gullmola áðan þegar við vorum að elda öll saman, voða huggó.. En þá sagði hún allt í einu voða hissa: Koma engir gestir í kvöld til okkar?

Kveð í bili..
Hrabba

Comments:
njótid kvøldsins i kvøld.. á hvada mynd á ad fara?

ég vil lika fara á kørfubolta æfingu.. hvada eru dønsku meist.?

kv Matthildur sem er tilbúin í slaginn á føst...-- trampólííín
 
Hehe já ekki nema vona að Dísin spyrji að þessu....alltaf fullt hús af fólki!!
Annars verðum við Hrossanesgengið að afboða okkur í trampið...ætlum að bregða okkur til Svíþjóðar!
Góða skemmtun bara og já góða skemmtun í bíó (nú getur Viktor kannski tekið fram róluna og leðurdressið fyrst hjónin eru ein í kotinu)!!! heheehehe
Eigið góða langa helgi,
kveðja Tinnsla
 
..svo ég tali nú ekki um þvagsleðann!!!..hehe
Matta
 
Það er aldeilis hugsunarhátturinn á vinum mínum púhaa..........
Matthildur mín ég hlakka rosa mikið til að sjá þig á trampinu..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?