sunnudagur, maí 01, 2005

Handbolti, handbolti, handbolti og gestir..

Það er búið að sýna heila 5 leiki um helgina í sjónvarpinu þannig að ég er búin að fá minn handboltaskammt um helgina og gott betur.. Stulli og Robbi voru að keppa í undanúrslitum í dag og unnu fyrsta leikinn á móti GOG. Þeir þurfa að vinna tvo eins og heima til að komast í úrslitaleikinn.. Frábær leikur sem endaði 38-37.. Við horfðum líka á Óla Stef og félaga í gær..

Tinna og Daddi komu líka til okkar áðan og breyttu til og fóru nú bara aftur samdægurs, veit nú ekki hvað það var hjá þeim.. Svo er Mattan okkar búin að vera hjá okkur alla helgina, alltaf jafn æðislegt að hafa hana.. Nennir endalaust að spila við mig..

Næsta vika verður svo æðisleg frí á fimmtudag og föstudag vegna uppstigningadags þannig að það verður mjög löng helgi..

En má ekki vera að þessu lengur verð að fara að spila.. Það fer heldur betur að styttast í sekt hjá hinum systrunum...

Kveðja
Hrabba

Comments:
hvað með sektina??? þessar systur þínar eru ekki að gera sig :-) sumar sem búum enn á klakanum, en hittumst aldrei viljum vita af ykkur hinum... Hrabba :-) þú ert nú skemmtileg en tvíbbarnir eru bara meira spennandi... hehe Stína.. (ekki gleyma mér) stuð.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?