mánudagur, maí 09, 2005
Súmódrottning í annað skiptið...
Já ýmislegt hef ég nú afrekað um ævina.. Vann mitt annað súmómót í dag.. Varð svo eftirminnilega súmódrottning í Breiðholtsskóla í gamla daga en það skyggði svo aldeilis á gleðina þegar ég tapaði á móti súmókóngnum Ásgeiri Sandholt eins og margir hafa eflaust fengið að vita (er ennþá að jafna mig á því tapi).. Það var nú ekki nema um 50 kg munur á okkur á þessum tíma en samt hafði ég trú á að geta lagt hann þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur svekkelsið.. Þetta var samt aðeins öðruvísi í dag þar sem við fórum í svona risastóra uppblásna búninga með svamphjálma.. Þvílík snilld.. Eins og ég hef sagt áður þá erum við alltaf í öðruvísi íþróttum á mánudögum og var þetta liður í því.. Það sem var svo minna sniðugt við þetta var hvað mörgum tókst að slasa sig í þessu.. Mér var alveg hætt að lítast á blikuna á tímabili.. Það hefði nú ekki verið mjög töff að mæta á landsliðsæfingu og segjast vera meidd eftir súmóglímu.. En ég vann allavega og það er nú fyrir öllu.. Það voru 3 slasaðar eftir þessi ósköp..
Ég gleymdi nú líka alltaf að hneykslast eftir bikarúrslitaleikinn í fótboltanum hérna í Danmörku.. Svaka stemning, leikurinn í Parken og vann Bröndby.. Svo var komið að verðlaunaafhendingu þá var bikarinn bara pínu lítill.. Hann var svipaður og ég fékk fyrir að vinna víðavangshlaup UMF Njáls í Vestur-Landeyjum á 17.júní fyrir tæpum tveimur áratugum síðan.. Hvað er það.. Rosa gaman að lyfta einhverjum eggjabikar upp í loftið.. Ég átti nú bara ekki til eitt aukatekið.... En já svona er Danmörk í dag...
Hef nú lítið meira að segja.. Minni á að Dagný og Drífa verða 25 ára á morgun.. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þið getið gefið þeim flugmiða til mín í staðin..
Hrabba súmó kveður.. Over and out..
Ég gleymdi nú líka alltaf að hneykslast eftir bikarúrslitaleikinn í fótboltanum hérna í Danmörku.. Svaka stemning, leikurinn í Parken og vann Bröndby.. Svo var komið að verðlaunaafhendingu þá var bikarinn bara pínu lítill.. Hann var svipaður og ég fékk fyrir að vinna víðavangshlaup UMF Njáls í Vestur-Landeyjum á 17.júní fyrir tæpum tveimur áratugum síðan.. Hvað er það.. Rosa gaman að lyfta einhverjum eggjabikar upp í loftið.. Ég átti nú bara ekki til eitt aukatekið.... En já svona er Danmörk í dag...
Hef nú lítið meira að segja.. Minni á að Dagný og Drífa verða 25 ára á morgun.. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þið getið gefið þeim flugmiða til mín í staðin..
Hrabba súmó kveður.. Over and out..
Comments:
<< Home
Isssssss.. Það er ekkert verið að óska mér til hamingju með súmótitilinn.. Ég er greinilega sú eina sem finnst þessi titill merkilegur eða kannski er þetta spurning um afbrýðissemi????
Til hamingju med daginn Fru Dagfridur og Drifridur med storafmælid!!!
Hafid thad rosalega gott, og vonandi forum vid nu eitthvad ad sjast ekkert sma langt sidan eg hef sed ykkur! Alltaf velkomnar i besøg til koben!!
Knus og kossar fra Pesalinu i koben Sigga!!!
Hafid thad rosalega gott, og vonandi forum vid nu eitthvad ad sjast ekkert sma langt sidan eg hef sed ykkur! Alltaf velkomnar i besøg til koben!!
Knus og kossar fra Pesalinu i koben Sigga!!!
Það var nú geymt og gleymt þetta með súmó í Breiðholtsskóla en fljótt að rifjast upp... ég sit ein heima og hlæ af þessu... TIL HAMINGJU MEÐ ÞENNAN MERKA TITIL...
P.S Dagný og Drífa til hamingju með ykkar...
Luv Ragga Ásgeirs
P.S Dagný og Drífa til hamingju með ykkar...
Luv Ragga Ásgeirs
Best að óska þér sérstaklega til hamingju með súmótitilinn...hef sjaldan verið eins stolt af vinkonu minni og núna. Hefði reyndar aldrei trúað að þú myndir tapa í þessarri grein nema þá á móti mér ;) Þá rifjast upp þegar frú Hrafnhildur jafnaði kelluna við jörðu að Hlíðarenda í hraðaupphlaupi og varð frekar hneyksluð hvernig einhverjum datt í huga að reyna stoppa hana þegar hún er komin á ferðina, hehehe það mótar ennþá fyrir kellunni í parketinu :)
Dusselnautið
Dusselnautið
sælar ! Til lukku með daginn systur. það var ekkert verið að láta mann vita áðan á æfingunni Drífa. Hvenær er partý haha Hrabba þú ert alltaf hetja það er engin spurning til lukku með sigurinn.
Kveðja Inga Fríða og Hanna
Kveðja Inga Fríða og Hanna
Já nú er mér farið að lítast á blikuna.. Takk kæru vinir fyrir allar hamingjuóskirnar.. hehe... Ég er ekkert á leiðinni niður á jörðina aftur..
Ég er heppnasti maður á jörðinni... Konan mín er SÚMMÓDROTTNING. Hvað þarf maður meira? Til hamingju með daginn í gær D&D.
Kveðja Viktor
Kveðja Viktor
Takk fyrir kvedjurnar. Systurnar bara nokkud sáttar vid aldurinn.
Dagfred og Dríffrid kvedja ad sinni.
Skrifa ummæli
Dagfred og Dríffrid kvedja ad sinni.
<< Home