þriðjudagur, maí 31, 2005

Styttist í gesti.. Nú er sumarið komið..

Kristín og Steini koma til okkar á föstudaginn og verða í viku.. Það verður bara snilld að fá þau til okkar. Daði bróðir kemur svo sennilega til okkar á fimmtudaginn í næstu viku og verður í 10 daga.. Það á því eftir að vera nóg að gera í eldhúsinu hjá mér, ekki leiðinlegt.. Fengum nýja belju í hús um daginn þannig að við eigum nokkur kíló af lundum í frystinum.. Það verður nú ekki lengi að klárast..

Ég sagði nú aldrei frá hræðilegu fréttunum um daginn en þær voru að við þurfum að flytja úr höllinni okkar.. Við erum auðvitað ekki sátt við það en sem betur fer þurfum við bara að flytja í næsta hús sem er aðeins minna, samt alveg nógu stórt fyrir okkur.. Þar er líka rosa fínn keppnisgarður eins og hér þannig að þetta er ekkert alslæmt.. Bara leiðinlegt að þurfa að flytja.. Þýðir auðvitað að Hrabban þarf að taka upp tuskuna ussssssss..

Annars hef ég nú ekki mikið meira að segja.. Óska enn og aftur eftir smá hjálp frá systrum mínum.. Hvar er metnaðurinn??????

Hilsen
Hrabba

Comments:
Og svo komum við eftir 2 1/2 mánuð :) jeij bara gaman !

Kveðja, Hlynur, Sif og Elfa Sif
 
Já æði.. Eins gott að það verði komin ný belja í hús.. hehe..
 
Ég kem nú líka eftir versló, var að kaupa miða áðan;)
Kv Orri.....
 
Orrinn minn klikkar ekki.. Hlakka til að fá þig elskan..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?