sunnudagur, maí 22, 2005

Styttist í heimför..

Já fyrsti leikurinn búinn hjá okkur og töpuðum við með 4 mörkum á móti Hollandi.. Ætlum okkur að sjálfsögðu að gera betur á morgun.. Spilum á morgun og þriðjudaginn á móti þeim aftur.. Leikirnir verða í Ásgarði kl.19.30 og er frítt inn.. Endilega láta sjá sig.. Það skaðar ekki neinn að sýna smá stuðning..

Það er farið að styttast heldur betur í heimför.. Förum heim/út aftur á fimmtudaginn. Það verður gott að koma heim að knúsa kallinn.. Það er nú alltaf gott að koma heim á klakann en skemmir pínu að vera alltaf bíllaus og þurfa alltaf að vera að bögga alla um að láta keyra mig út um allan bæ og fá lánaða bíla og svona.. Bara pirrandi og erfitt að skipuleggja sig sértaklega þar sem ég er þessi skipulagða týpa.. hehe, einmitt...

Eurovision að gera gott mót fannst mér.. Mörg mjög góð lög en auðvitað svekkjandi að við komumst ekki áfram.. Norska lagið átti auðvitað að taka þetta.. Við þurfum bara að senda einhverja á næsta ári sem eru tilbúnir í að sýna smá hold og málið er dautt.. Það ætti nú ekki að vera erfitt að finna einhverja í það..

Best að fara að drífa sig í háttinn til að vera spræk á morgun..
Kveðja
Hrabba

Comments:
Hæ og takk fyrir síðast;-)
Er ekki málið að senda bara Geir Ólafs í næstu Euro?? Maðurinn er jú heimsfrægur og búinn að lýsa því yfir að hann sé tilbúinn í slaginn......
 
Hvað með HSI???geta þeir ekki reddað ykkur úllunum bíl?? Þeir eru með samning hjá bílaleigu Akureyrar sem er í skeifunni...ættir að ath það gamla mín eða allavega að spyrja þessa vitleysinga
 
Hrabba, hvernig væri að senda köggulinn í það að sýna smá hold í júró, ha þú ert svo öflug í dansinum og að halda takti og svona. Þú og Geir Ólafs, getur ekki klikkað.

Hafdís H
 
Hrabba, ég er nú ekki mikið að nota minn bíl þessa daga, hefðir alveg getað fengið hann lánaðan;)
Kv Orri......
 
Einn gullmoli frá Dísinni í rútunni á sunnudaginn; "þegar ég varð 4 ára þá hætti ég að bora í nefið en mamma mín er alltaf ennþá að bora í nefið".
Þessi kom í tilefni af því að Daníel ætlaði að hætta að bora í nefið í tilefni dagsins:-)
 
Málið er dautt, ég og Geir Ólafs tökum þetta.. Þarf bara að kaupa á mig smá túttur þá er ég klár.. Orri elskan takk fyrir þetta ríf af þér bílinn næst þegar ég kem.. Og Erna dóttir mín kannast ekkert við að hafa sagt þetta.. Veit ekki hvort ég eigi að trúa þér eða henni.. hehe.. Snillingur..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?