miðvikudagur, maí 04, 2005
Tátiljutískan í ræktinni að drepa mig..
Hvað er málið með gæjana í ræktinni hérna? Þetta er skelfilegt ástand þar sem aðaltískan er að vera í tátiljum (pínu botn og band á milli tánna).. Þetta er ekkert að fara rosa vel í lyftingasalnum.. Svo var einn mættur í morgun til að toppa þetta allt saman þegar hann mætti í nýjustu týpunni af Levis gallabuxum (mjög flottar) og bara fínum bol við og svo auðvitað í tátiljunum.. Halló hann er mættur í ræktina til að lyfta sem hann gerði líka en ekki alveg í rétta dressinu... En kannski er það bara ég sem er þessi hallærislega í íþróttafötunum..
Ég náði svo í Viktoríu í morgun og gekk allt rosa vel í leikskólanum.. Hún sofnaði samt frekar seint (kannski ekkert skrýtið þar sem við förum frekar seint að sofa á þessu heimili).. Þetta var rosa fjör og dýragarðurinn auðvitað hápunkturinn..
Við hjónin fórum í bíó í gær á Million dollar baby.. Rosaleg mynd og ég kom bara út með ekka.. Ekkert smá sorgleg mynd.. Hræðilegt að þurfa að fara út úr salnum..
Viktoría átti svo enn einn gullmolann í dag en við mæðgur fórum í sturtu saman í morgun.. Svo er ég bara á nærfötunum að hjálpa henni eitthvað þegar hún segir; Mamma þú ert alveg eins og Britney.. Nú segi ég af hverju segir þú það? Hún er alltaf á brjóstahaldaranum eins og þú ert núna.. Já þau læra snemma þessar elskur..
Ég er svo búin að panta far heim fyrir mig og Viktoríu þann 12.maí.. Alltaf gaman að koma á klakann..
Nenni ekki að skrifa meir var að fá hræðilegar fréttir þannig að ekki tala við mig ég mun bara öskra á ykkur..
Hressa konan kveðar..
Hrabba
Ég náði svo í Viktoríu í morgun og gekk allt rosa vel í leikskólanum.. Hún sofnaði samt frekar seint (kannski ekkert skrýtið þar sem við förum frekar seint að sofa á þessu heimili).. Þetta var rosa fjör og dýragarðurinn auðvitað hápunkturinn..
Við hjónin fórum í bíó í gær á Million dollar baby.. Rosaleg mynd og ég kom bara út með ekka.. Ekkert smá sorgleg mynd.. Hræðilegt að þurfa að fara út úr salnum..
Viktoría átti svo enn einn gullmolann í dag en við mæðgur fórum í sturtu saman í morgun.. Svo er ég bara á nærfötunum að hjálpa henni eitthvað þegar hún segir; Mamma þú ert alveg eins og Britney.. Nú segi ég af hverju segir þú það? Hún er alltaf á brjóstahaldaranum eins og þú ert núna.. Já þau læra snemma þessar elskur..
Ég er svo búin að panta far heim fyrir mig og Viktoríu þann 12.maí.. Alltaf gaman að koma á klakann..
Nenni ekki að skrifa meir var að fá hræðilegar fréttir þannig að ekki tala við mig ég mun bara öskra á ykkur..
Hressa konan kveðar..
Hrabba
Comments:
<< Home
jæja... er mín ekki enn búin að læra að öll leikfimi og allt sem tengist íþróttum fer fram á tátiljum, þ.e.a.s ef þú ert úr Breiðó og Mrs. Olga var þinn leikfimiskennari :-) hún er víst enn að og ekkert hefur breyst.... tátiljur og leikfimisbolir.. hihihi Stína...
Vá hvað maður er fljótur að gleyma. Spurning um að senda mömmu niður í kjallara að leita af gömlu tátiljunum svo maður verði inn í ræktinni..hehe..
Skrifa ummæli
<< Home