föstudagur, maí 06, 2005

Við hjónin gegn nautaati..

Jesús minn hvað ég er hneyksluð.. Við sáum svona alvöru nautaat í gær í sjónvarpinu og við vorum gjörsamlega að missa okkur yfir þessum viðbjóði.. Þvílík vitleysa og aumingjaskapur.. Eftir að það er búið að stríða dýrinu í smá tíma (sem er nú bara gott og gilt) þá byrja að koma menn inn á og stinga svona litlum spjótum í greyið nautið, á endanum voru þessi spjót allavega 5 í greyinu.. Nei nei þetta er sko aldeilis ekki búið því að þá kemur "HETJAN" inn með risa sverð og byrjar að pína nautið endalaust lengi með einhvejum leik sem er alls ekki sniðugur á þessu stigi þar sem nautið var sárkvalið og gat næstum ekki hreyft sig né andað.. Eftir alltof langan tíma stakk hann svo loksins sverðinu á bólakaf í nautið þannig að það hné niður stuttu seinna en var ekki dautt ennþá.. Þá kemur enn einn vitleysingurinn inn með eitthvað sem líktist ísnál og stóð yfir nautinu og stakk það endalaust oft í hausinn.. Og á meðan þessu stendur þá er fólk að fagna.. Hálfvitar... Vá hvað ég myndi standa upp og fagna ef ég yrði vitni af því að nautabaninn yrði drepinn.. Það mætti bara gerast miklu oftar.. Aumingjar í einhverjum gull/glimmer dressum.. Svo er alltaf verið að eltast við eitthvað fólk sem gengur í pelsum.. Þarna eru sko komin alvöru fórnarlömb sem má helst bara ganga frá..
Já þetta var pistill dagsins.. Kellan alveg að tapa sér yfir þessu..

Á eftir erum við svo að fara í trampólínið.. Get ekki beðið.. Það verður svo kaffi og kökur á eftir. Ég auðvitað búin að sletta í form..

Svo verð ég nú að velja snilling vikunnar: Já það er vinkona mín sem hefur tekist að fingurbrjóta sig við það að setja álfabikarinn á sinn stað.. Þvílík snilld.. Henni hefur líka tekist að bakka á sjoppu.. Hahaha..

Yfir og út..
Hrabba

Comments:
Í tilefni af umfjöllun um nautaat læt ég eftirfarandi sögu flakka.

-------
Íslenskur ferðamaður sem var staddur í Madrit á Spáni, fékk skyndilega
þá hugdettu að skella sér á nautaat, sem átti að vera í nágrenninu seinna
um daginn. Hann skemmti sér konunglega og dáðist af því við vin sinn
hvað nautabaninn fór létt með að stúta nautinu. Um kvöldið fer hann svo
inn á nálægan veitingastað og biður þjóninn um rétt dagsins og vín hússins.
Hann hafði ekki beðið lengi þegar þjónninn kemur með veitingarnar.
Þegar hann þakkar þjóninum fyrir frábæran mat, spyr hann þjóninn að því
hvað þessi yndæli réttur heiti. "Hann heitir Ojabakk" svarar þjónninn um hæl.
"Hvaða hráefni eru notuð í svona góðan mat?" Spyr Íslendingurinn aftur.
"Það eru eistu nautsins sem féll í hringnum í dag." Íslendingurinn hæstánægður
þakkaði fyrir sig og kvaddi. Daginn eftir kemur Íslendingurinn aftur og pantar sama
rétt og kvöldið áður. Þegar hann hefur lokið við matinn, spyr hann þjóninn:" Af hverju
var skammturinn svona lítill, eins og hann var vel útilátinn í gærkveldi?"
"Það er út af því að nautið tapar ekki alltaf!", svaraði þjónninn.

Kveðja,
JK
 
Þetta bjargaði deginum hjá mér Edda mín.. Þvílík snilld...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?