þriðjudagur, maí 10, 2005

Vona að flugmiðarnir hafi skilað sér..

Hef nú mjög lítið að segja nema enn og aftur til hamingju með daginn elsku systur.. Heldur betur farnar að eldast.. Ég vona innilega að flugmiðarnir hafi skilað sér og von sé á ykkur á næstu mánuðum..

Fór annars á starfsmannafund áðan og sló í gegn.. Mætti með risa marengstertu og er ég starfsmaður ársins í kjölfarið.. Þessir fundir eru alltaf í 3 tíma án þess að fá neitt í gogginn og er ég alltaf að drepast úr hungri.. Ég ákvað nú að bæta úr því og varð heldur betur vinsæl.. Ekki nóg með það þá sleiktu allir diskana sína.. Höfðu aldrei fengið svona alvöru íslenska marengs.. Ég er komin í guðatölu eftir þetta í vinnunni.. Ég verð nú líka að minnast á að það fóru tvær að gráta á fundinum, svo sem ekkert nýtt.. Það fer alltaf einhver að gráta.. Ástæðan..... Jú stressið munið þið.. Allir að fara yfir um að vinna á leikskóla.. Ég kemst kannski inn í þessa menningu einhvern tíman, hver veit...

Jæja er farin í háttinn..
Hrabba kökumeistari kveður..

P.s Var búin að setja inn nýjar myndir.. Skrímslið og Viktoría fremst í flokki..

Comments:
Flottar myndir af fyrirsætunni og Spiderman (úffff!). Hvernig er það, fylgja engar fréttir um úrslit af trampólinhelginni eða er óþarfi að taka það fram hver sigraði?? (Hrabba allaf svo hógvær). Hlökkum til að hitta ykkur pæjurnar í vikunni, treysti á að Hrabba skilji eftir marens í frysti fyrir litla bróðir á meðan:-)
 
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU DAGNÝ OG DRÍFA!!!
Knús Matta
 
Til hamingju með afmælið D & D... smá gleðifréttir, þá var gömulæ vinkona mín að eignast enn eins stelpuna á þessum magnaða degi :-) Stína
 
hahahahah....stressið....

en Hrabba mín..þú klikkar sko ekki!!

góða ferð heim og við kíkjum sko í heimsókn þegar þið komið til baka (munum eftir tannbursta og nærbrókum)!!!!

hilsen pilsen Tinna og co
 
Hvernig væri nú að koma með eitthvað djúsíí frá hófinu????

forvitna í Dussel
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?