fimmtudagur, júní 16, 2005

Ef þú átt svona vini, þarftu klárlega ekki óvini.

Steini.is sagði mér þessa sögu um daginn. Það byrjar með því að nokkrir félagarnir eru bara að bara að keyra á hraðbrautinni þegar löggann fer skyndilega að elta þá. Sá sem er að keyra virðist allt í einu stressaður “ég get ekki stoppað, ég sting þá bara af”. Vinunum líst nú ekkert á þetta og þá sérstaklega einn, sem verður logandi hræddur, en á endanum lætur bílstjórinn eftir og stoppar. Lögreglan kemur og biður mennina vinsamlegast um að koma út úr bílnum og byrjar svo að leita í bílnum. Eftir smá leit í bílnum finna þeir poka sem á að innihalda eiturlyf og ekki var það til þess að hjálpa greyið manninum sem var mest hræddur þegar það átti að fara að handtaka hann fyrir þetta. Það létti víst mikið á greyinu þegar fleiri vinir þeirra koma keyrandi og karl greyið fékk að vita að það var verið að steggja hann, gaurarnir þekktu þá löggu sem var á vakt og voru búnir að plana þetta. Það sem meira er að einn þeirra sem var að steggja vinnur við að selja eða leigja svona búnað sem notaður er við faldar myndavélar, svona litlar vélar og míkrófónar sem ekki sjást. Þeir komu svoleiðis fyrir í bílinn sem þeir voru á og svo var einhver með svona á sér til þess að það sæist líka það sem gerðist utan við bílinn. Þannig að allt þetta sem gerðist þarna var svo sýnt í brúðkaupinu. En þetta var bara byrjunin. Næst var farið í stúdíó og hljóðritað eitthvað lag, tilvonandi konan söng svo sama lag og það var svo klippt saman fyrir brúðkaupið. En til þess að geta sýnt þetta í brúðkaupinu þurfti að gera video. Vinirnir settu hann í einhverja munderingu og settu á hann yfirvaraskegg. Svoleiðis var hann svo í nokkra tíma og allan tíman gekk vélin til þess að gera videoið. Steggurinn kunni vel við sig á sviði tónlistarhetjunnar og þá sérstaklega var hann stoltur af mottunni góðu sem hann hafði fengið og var hann alltaf að skoða sig og laga skeggið til svo þetta liti vel út. Í lok dagsins var svo farið með hann á hótel, þar sem hægt er að fara í pottana og slappa vel af . Áður en þeir fóru í pottana þurfti steggurinn að fara úr búningnum sem hann var í. Steggurinn var svo ánægður með skeggið að hann ætlaði varla að tíma að taka það af sér. Eftir að vinir mannsins (ef vini má kalla haha) höfðu sagt honum úr hverju skeggið var búið til breyttist ást hans á skegginu skyndilega í ógleði, hann mátti í alvörunni hafa sig allan við til þess að æla ekki út um allt þarna í búningsherberginu. Já, strákarnir höfðu tekið sig til og rakað sig að neðan límt á eitthvað svona lím sem límist báðum megin og sagt “þú átt að hafa þessa mottu í videoinu. Mjög huggulegt að vera með skapahár félaganna millimetra frá bæði nefi og munni. Sjáið þið ekki fyrir ykkur þegar hann hefur verið að drekka bjór og froðan hefur setið í skegginu, hvað gerir maður þá? Jú sleikir útum.
Ég sé bara fyrir mér félagana með UHU límið og punghárin að föndra saman, hugguleg kvöldstund þar.
Davíð vinur minn er að fara að gifta sig, en hann er mikil Queen aðdáandi. Ég skor á vini hans að spara raksturinn, því það þarf svo mikið af hárum í Freddy mottuna.
Kveðja
Viktor Hólm

Comments:
Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf! Vinur minn var steggjaður og vinir hans rökuðu sig að neðan en þau hár fóru á hárkollu og voru á hausnum,, það kemst ekki í hálfkvisti við mottuna! hehe snilld;o)

P.s Viktor, skeið-í-nefið atriðið sem þú kenndir mér í matsalnum í FB í den vakti mikla lukku nærstaddra í partýi síðustu helgi! Nottla ekkert nema eðlilegt;o)

Kv.Bjarney
 
oj ojo jojojojojojojojojoj ojojojojOJOJOJOJOJOJOJOJ OJOJOJOJOJ ojojojojojojojoj

OJ OJ OJ

mATTHildur En ad ná sér...
 
Svona á steggjun að vera auðvitað. Þarna er líka komin ástæða fyrir því að ég fer ekki í hnappadelluna alveg strax, allavegana ekki fyrr en vinur minn hann Lemmi er búin að þurka út úr minninu það sem við gerðum við hann þegar hann var steggjaður. Við létum hann vera í korsoletti og svo byrjaði sá fyrsti að raka sig að neðan og það reyndist vera nóg. Þetta settum við svo á teppalím (Já þetta með lími báðumegin) og byrjuðum á kótilettubörtum og við hættum svo við yfirvaraskeggið af því að hann átti svo erfitt með að drekka með þetta svona. Svo fór hann svona út um allan bæ í Eyjum og vissi ekki betur an að þetta væri í versta falli bringuhár, en NEI. Fórum meðal annars á einn veitingastað þar sem eftri hæðin var full af KR-ingum sem voru að fara að spila við IBV. Hann átti að fara til þeira og fá eiginhandaráritun frá þeim á allan kroppinn. Þegar árituninn byrjaði fór einn KR-ingurinn að spyrja hvað hann væri eiginlega með í andlitinu og þá var hvíslað að honum að þetta væri punghár og hann mætti helst ekki vita af því. Hann veltist um af hlátri og svo var hægt að sjá hvernig sagan gekk á milli manna og hver á fætur öðrum lést af hlátri. Ég er með myndir sem ég get sýnt ykkur en ég þori ekki að birta þetta á netinu því að ég yrði tekin af lífi meddesamme....
Hann er búin að hóta mér öllu íllu og ég eigi bara að bíða eftir að ég sjálfur yrði steggjaður. Ég er samt bjartsýnn á að honum detti ekkert verra en þetta í hug. Þá er ég ánægður.
Kvaðja Daddi Mar
 
Daddi minn þú ert snillingur.. Illu er nú best aflokið þannig að ég myndi nú bara fara að drífa mig í hnapphelduna..
 
Bjarney mín þetta er svo ógeðslegt að ég ætla rétt að vona að þú hafir ekki verið að troða upp..
 
heyrðu, þetta er ekkert ógeðslegt, í versta falli krúttlegt! ;oþ Næ samt ekki að setja hana jafn langt inn og í den, þarf greinilega að æf'etta aðeins betur..! hehe, eða kannski bara sleppa því;o)
Bj.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?