þriðjudagur, júní 21, 2005

Enginn handbolti í mánuð..

Já komin í frí frá bolta í mánuð.. Við eigum að lyfta og hlaupa þrisvar í viku á meðan.. Það er nú bara ágætt.. Kepptum við stráka áðan og unnum þá í fjórða skiptið í vetur (höfum ekki enn tapað fyrir þeim).. Þeir voru brjálaðir.. Ég átti moment dagsins þegar ég tók yfirhandafintu á 110kg strák og hann steinlá eftir að hafa reynt að hanga í mér.. Spurning um að fara að slaka aðeins á í lyftingunum eða strákgreyið að fara að hugsa sinn gang.. Ég var í banastuði í þessum leik, tók líka annan sem var alltaf að rífa í treyjuna hjá mér (í framliggjandi vörn) og skellti honum í gólfið (með því að rífa í hann á móti) og hljóp framhjá honum.. Hann var orðinn alveg brjálaður.. Þjálfarinn þeirra vildi allavega að mér yrði haldið frá lyftingasalnum í einhvern tíma.. Haha.. Alltaf gaman að komast í svona leiki þar sem allt verður vitlaust..
Annars sló ég líka í gegn út á bekk í gær en ég sofnaði í sólbaði á maganum og skaðbrenndist á bakinu.. Mjög fyndið þar sem ég er með puttaför út um allt eftir að hafa reynt að bera á bakið mér.. Það er bara ekki hægt að ná öllum stöðum á bakinu..
Nú fer að styttast í klakann.. Fimmtudagur eftir rúma viku.. Jíbbí..
Verð að fara að lúlla..
Hrabba

Comments:
Vildi bara láta þig vita að þegar þú kemur á klakann á fimmtudaginn þá verð ég að: Drekka bjór á stöndinni... steikja mig í olíu... verla í búðunum... kæla mig í sjónum... Jebb ég verð komin til SPÁNAR!!!
Ragga...
 
Ohhhhhhhhhh.. Get ekki beðið eftir að komast til Kanarí.. Hafðu það rosa gott Ragga mín og þú mátt alveg drekka minn skammt líka af bjórnum..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?