fimmtudagur, júní 30, 2005

Er á lífi.. Umkringd klaufaveiki og er bara steikt..

Já seinustu dagar eru búnir að vera mjög "skemmtilegir".. Erum búin að vera að pakka niður draslinu okkar og náðum við þessu áður en við lögðum í hann í morgun kl.8.45.. Já við erum sem sagt mætt á klakann og erum auðvitað mjög sátt við það.. Síðustu þrír dagar á leikskólanum hjá mér voru mjög rólegir þar sem við vorum bara með 3-4 börn þar sem klaufaveikin gerði innrás á okkur.. Þvílíkur vibbi þessi veiki. Það voru 4 af 12 börnum sem fengu þessa veiki sem einkennist af blöðrum í munni, höndum og fótum (beljuveiki).. Ég held að ég hafi ekki tekið klaufaveikina með heim en ég ætlaði mér að taka með góða veðrið.. Við sjáum hvað gerist á morgun..

Ég var svo steik dauðans í gær þegar ég var að pakka niður inn á klósetti.. Var mikið að velta fyrir hvaða hárdót (fitudæmi eitthvað) Viktor ætlaði að taka með sér.. Kallaði á hann og spurði hverju ég ætti að pakka niður fyrir hann til að taka með sér heim.. Hann brosti nú bara og sagði Hrabba mín horfðu aðeins á mig.. Ég leit á hann og sagði bara já og sagði aftur hvað viltu taka með af þessu drasli?? Hann brosti enn meira og sagði Hrabba mín horfðu á hausinn á mér.. Jú jú karlinn er búinn að snoða sig og þarf víst ekki mikið eitthvað svona dóterí.. Gott Hrabba..

Ég var nú ekki heldur búin að segja frá því að ég opnaði leikskólann í gær kl.06.30. Var mætt bara mjög hress og ætlaði að fara að hita vatn fyrir te.. Þá var bara hraðsuðukannan horfinn og þá tók ég eftir því að glugginn inn í eldhúsi var opinn og búið að spenna hann upp þar sem skemmdir voru í kringum gluggann.. Það var sem sagt búið að brjótast inn eða hvað?? Það eina sem hvarf úr leikskólanum var hraðsuðukanna sem kostaði 50kr danskar.. Mjög eðlilegt þar sem allar tölvugræjur eru þarna inni og ég hefði nú frekar tekið örbylgjuofninn en eina skítna hraðsuðukönnu.. Mjög skrýtið en þjófavarnarkerfið fór allavega ekki í gang.. Já það gerist margt í Danaveldi og erum við alveg á nálum yfir því að það verði brotist inn til okkar meðan við erum í burtu.. Það er alveg ótrúlega mikið um innbrot í Danmörku.. Á síðasta ári var brotist inn í tæplega 27 þúsund einbýlishús í Danmörku.. Ótrúlegt þegar maður hefur í huga að það búa ekki nema 5 milljónir í landinu..

Er farin að borða..
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?