mánudagur, júní 20, 2005

Góða veðrið að gera gott mót..

24°í dag en aðeins of mikið af skýjum.. Vona að þetta góða veður verði bara þangað til ég kem heim á klakann.. Fórum í íslenskt lambalæri hjá Stulla og Matthildi í gær og fór Stullinn á kostum í eldhúsinu... Held að ég hafi aldrei fengið svona gott læri enda var mikið étið.. Nýja íbúðin þeirra rosa flott og var nú gaman að fá að labba upp allar tröppurnar bara einu sinni í gær..
Ein æfing eftir og svo er ég komin í sumarfrí, eða æfa sjálf frí.. Ætla að vera dugleg í sumarfríinu þar sem ég er orðin svo gömul.. Ótrúlegt hvað maður er fljótur að detta niður í formi þegar aldurinn er farin að segja svona til sín..
Má ekkert vera að því að skrifa er að undirbúa grill.. Splæstum á okkur nautalundum, surprice..
Kveðja
Hrabba

Comments:
Hrabba mín, þú gerir svona er það ekki þegar þú leigir fimleikasalinn...

http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=955

Getur kíkt á þetta á síðunni minni ef þetta virkar ekki hér.

Kveðja Ragga Ásgeirs
 
Tøkum thad skýrt fram ad ég var ad læra en ég chippadi thó inn vid eldamennskuna...

bara hafa idda á hreinu;)

matthildur
 
Geðveikt myndband Ragga.. Ég er sko farin að æfa mig..
Líst vel á mót.. Verð bara að finna mér tíma.. Slide-ið er allsstaðar á útsölu þessa dagana..
Matthildur mín þú ert nú löngu búin að sanna þig í eldhúsinu elskan.. Bara að gefa Stulla karlinum gott hrós svo hann haldi nú áfram á sömu braut..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?