fimmtudagur, júní 23, 2005

Geðveikt veður í dag... Og líkaminn eftir því..

Já klukkan er núna 19.29 og mælirinn sýnir 26,3°í skugga.. Búið að vera geðveikt veður í allan dag.. Ég hjólaði heim úr vinnunni kl.14 eins hratt og ég gat til að komast út á bekk og hvað gerir maður til að ná sem mestum lit?? Jú jú smyr á sig OLÍU og árangurinn eftir því.. Var komin inn aftur um 17 vegna roða á líkama en eigum við ekki að segja að þessi roði verði að brúnku..
Í kvöld er verið að halda upp á Sankt Hans dag sem er á morgun.. Þá fara rosalega margir niður á strönd og kveikja bál.. Erum að spá í að kíkja niður á strönd á eftir og sjá þetta.. Danir finna upp á endalaust mikið af dögum til að hafa ástæðu til að drekka áfengi, ótrúlegir..
Við vorum að fá nýja tölvu áðan.. Tengdó getur eflaust ekki beðið eftir að fá að komast í hana.. Einmitt.. Greyið er alltaf látinn í öll tölvumál okkar hjóna og það er sko ekkert grín þar sem við kunnum mjög lítið á þessi tæki og einhvern vegin vilja tölvur alltaf vera að bila í návist okkar.. Fengum allavega voða fína týpu af Fujitsu Siemens..
Tölvunörrinn kveður að sinni..
Hrabba

Comments:
Vááá takk fyrir innfluttnings gjøfina:)

roooosa fallegt:)

Matthildur
 
Sælar Fujitsu Siemens er svaka flott græja með minnstu bilanatíðnina í dag og það er sannað í einhverjum voða könnunum. Bara vildi láta ljós mitt skína þar sem ég er að vinna hjá Tæknival og veit ekkert um tölvur.......Johnny Magg
 
Það var nú lítið Matthildur mín..
Vá hvað ég er ánægð að fá svona sérfræðingaálit Johnny.. Pottþétt það besta í dag.. En sjáum nú til hvað gerist í návist minni.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?