sunnudagur, júní 05, 2005

Líf og fjör í Århus..

Helgin búin að vera rosa fín hjá okkur.. Kristín og Steini komu seint á föstudagskvöldið og voru hress með pönsur kl.01.30.. Ég verð nú að vera dugleg að æfa mig ef ég ætla að verða landsmótsmeistari í pönnukökubakstri einhvern tímann.. Í gær fórum við á tónleika niður á höfn.. Þetta var svona meira fyrir Viktoríu en okkur.. Var reyndar leiðinda veður og allt út í drullu. Þarna var líka hoppukastali sem ég píndi mig í með Viktoríu..
Í dag fórum við svo í Randers Regnskov þar sem hægt er að sjá fullt af hitabeltisdýrum.. Vorum þar í fyrsta sinn og var þetta mjög gaman. Maður sér ekki slöngur, krókódíla og leðurblökur daglega.. Svo erum við auðvitað búin að borða yfir okkur alla helgina..
Steini ætlar að hjálpa mér að lífga við kvikmyndagetrunina (Stykkos eins gott að þú komir sterkur inn).. Við munum koma með þá fyrstu á morgun.. Ég var svo að velta því fyrir mér hvort að þið snillingar eins og Bryn, Orri, Einar, Teddi, Himmi, Stykkos, Matthildur og fleiri sem hafa unnið sér inn stig í getrauninni gætuð ekki sent mér eina eða nokkrar getraunir á póstinn minn sem ég get svo birt.. Það væri allavega frábært.. Skora hér með á ykkur...
Kveð í bili
Hrabba

Comments:
A doctor who specializes in skin diseases, who dreams that he has fallen asleep in front of the television later to wake up in front of the television and not remember his dream.

Name that movie!

xxx
Michelle
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?