miðvikudagur, júní 22, 2005
Öll út í kóngurlóavef...
Ég veit það á að skrifa köngur finnst það bara asnalegt.. Allavega þá var ég að ná í eitthvað dót frá Viktoríu upp á svefnlofti og ég get svarið það að ég er öll út í kóngurlóavef, kláði kláði kláði.. Arg, ógeðslegt.. En er byrjuð að pakka niður og henda drasli.. Verðum að vera búin að pakka öllu litla draslinu áður en við förum heim því við munum flytja um leið og við komum tilbaka.. Það er nú samt bara fyndið hvað ég er farin að venjast þessum pöddum.. Viktoría er í æfingabúðum í að drepa þessi kvikindi sem gengur vægast sagt mjög illa þar sem þær sleppa alltaf.. En henni finnst þetta rosa gaman og mér voða fyndið þegar þær sleppa alltaf sem þýðir jú bara að þær eru enn í húsinu..
Annars ekkert að frétta..
Hrabba
Annars ekkert að frétta..
Hrabba